Innlent

Fólk hvatt til að hlaða farsíma fyrir veðurofsann

Birgir Olgeirsson skrifar
Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist vonast eftir því besta og að fjarskiptakerfið virki í veðurofsanum en hvetur fólk til að búa sig undir það versta ef það skyldi detta út.
Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist vonast eftir því besta og að fjarskiptakerfið virki í veðurofsanum en hvetur fólk til að búa sig undir það versta ef það skyldi detta út. Vísir&Vilhelm
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á landinu vegna veðurofsans og hafa mörg fyrirtæki virkjað viðbragðsáætlanir sínar. Þar á meðal eru fjarskiptafyrirtækin sem setja kerfið hjá sér á óvissustig og grípa til þeirra ráðstafana sem þarf til að undirbúa þjóðfélagið fyrir það sem koma skal.

Hrafnkell Viðar Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segist vonast eftir því besta og að fjarskiptakerfið virki í veðurofsanum en hvetur fólk til að búa sig undir það versta ef það skyldi detta út.

„Ef ragmagnið fer á fjarskiptakerfið að vera á rafhlöðu í allavega fjóra klukkutíma og á sumum stöðum miklu lengur. Heimilistengingar virka á koparlínukerfinu en þegar þú ert kominn með ADSL eða ljósleiðara eða slíkt þá fer rafmagnið af routernum og þá virkar ekki það sem er tengt routernum og ef síminn er tengdur routernum þá dettur hann út. Okkar ráðleggingar til fólks er að hlaða símann sinn og eigi þá hlaðinn síma til að hringja í Neyðarlínuna, 112, ef svo ber undir.“

Hrafnkell Viðar bendir einnig á að ef síminn verður rafmagnslaus þá framleiða bílar rafmagn og á fólk þann möguleika að hlaða símann út í bíl til að ná sambandi við Neyðarlínuna ef svo ber undir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×