Hvernig má draga úr hættu á tjóni í fárviðrinu? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2015 13:45 Töluverð hætta er á að tjón verði í því ofsaveðri sem mun ganga yfir landið í dag og í kvöld. Ofan á það mikla hvassviðri sem spáð er mun talsverð úrkoma fylgja í kvöld og í nótt og því skapast töluverð hætta á að flæða taki inn í hús. Ýmislegt er hægt að gera til þess að fyrirbyggja tjón af völdum veðursins en fréttastofa 365 fór yfir fyrirbyggjandi agðerðir með Methúsalemi Hilmarssyni, forstöðumanni forvarna hjá TM líkt og sjá má hér fyrir ofan.Ganga frá lausamunumSpáð er miklu hvassviðri í dag og í nótt, svo miklu að sjaldan hefur annað sést síðan mælingar hófust. Því er mikilvægt að ganga tryggilega frá lausamunum svo að þeir skapi ekki hættu. „Fólk þarf að varast það ef það er eitthvað að lausum munum í kringum húsnæði sitt líkt, tjaldvagnar eða hjólhýsi eða annað lauslegt, þarf að fyrirbyggja það með einhverjum hætti.“Mjög mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum í grennd við hýbýli.Vísir/StefánMoka og hreinsa frá öllum niðurföllumEftir snjókomu síðastliðnar vikur er víða að finna mikinn snjó á svölum. Þegar fer að hlána þarf þessi snjór að leita eitthvað og líkur eru á því að hann flæði inn í hýbýli. „Það getur verið mikil snjósöfnun á svölum og víðsvegar eru þær steyptar allan hringinn. Þegar það kemur mikil úrkoma og hláka geta svalir breyst í vatnspott. Eitthvað þarf vatnið að fara og oftar en ekki leitar það inn um svalahurðir.“ Methúsalem biður fólk að huga vel að öllum niðurföllum og ganga úr skugga um það að búið sé að hreinsa frá sem flestum svo að vatnið leiti eitthvað annað en inn í hýbýli. Þetta á sérstaklega við um ef það er kjallari við hýbýli fólks. „Síðast ekki síst að ef það er kjallari við húsið þarf að moka frá öllum niðurföllum. Það er mikilvægt að reyna að losa klaka og snjó frá öllum niðurföllum í kringum hús.Grýlukertin geta farið af stað í óveðrinu og þá er betra að verða ekki fyrir þeim.Vísir/PjeturPassa sig á grýlukertum og snjó sem fellur af þökumTalsverð úrkoma mun fylgja hvassviðrinu sem gæti skapað ýmisleg vandræði og talsverða hættu á tjóni. Mikilvægt er að passa sig á því að ganga ekki nærri húsum þar sem greinilega má sjá grýlukerti á þakskeggjum, enda gætu þau fallið niður og skapað hættu. „Þegar fer að hlána geta grýlukerti á húsum og fólk þarf að vera á varðbergi varðandi það og passa sig þegar það er á gangi nálægt húsum, sérstaklega fjölbýlishúsum og öðrum háum húsum.“ Það hefur snjóað mikið víðsvegar um land undanfarnar vikur og víða er mikill snjór, bæði á þökum og svölum húsa. Þegar snjórinn sem safnast hefur saman á þökum húsa blotnar og getur það skapað mikla hættu. „Þegar vatnið kemst í snóinn á þökunum getur snjórinn farið niður í heilum flekum. Einnig er mikilvægt að leggja ekki bílum nálægt slíkum húsum því að þeir geta orðið fyrir stórtjóni verði þeir fyrir grýlukertum eða flekum.“Mikilvægt að taka allar viðvaranir Almannavarna alvarlega Búist er við að fárviðrið dreifi sér mjög hratt um landið eftir hádegi og bendir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á að um klukkan sjö í kvöld verði skollið aftakaveður um allt land og þá sé oft seint að koma sér í skjól. Það sé því mikilvægt að taka allar viðvaranir Almannanvarna alvarlega.Hlaða síma, vera með útvarp og batterí.Einnig er gott að hafa í huga þessi almennu ráð sem Viðar Garðarsson benti á á Facebook-síðu sinni. Gott er að að hafa vasaljós og kerti til staðar, útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum og hafa GSM-síma fullhlaðna ef ske kynni að rafmagn fari af.Á morgun er spáð versta veðri sem við fullorðna fólkið höfum séð síðan 1991. Mörg okkar voru á barnsaldri þegar ofsaveð...Posted by Viðar Arason on Sunday, 6 December 2015 Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs Spá ofsaveðri og fárviðri í dag og í kvöld. 7. desember 2015 10:14 Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.16 í dag Vegna óveðurs sem búast má við að skelli á síðdegis í dag verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum um veðrið, á Stöð 2 klukkan 16. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá og jafnframt sýndur beint hér á Vísi. 7. desember 2015 13:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Töluverð hætta er á að tjón verði í því ofsaveðri sem mun ganga yfir landið í dag og í kvöld. Ofan á það mikla hvassviðri sem spáð er mun talsverð úrkoma fylgja í kvöld og í nótt og því skapast töluverð hætta á að flæða taki inn í hús. Ýmislegt er hægt að gera til þess að fyrirbyggja tjón af völdum veðursins en fréttastofa 365 fór yfir fyrirbyggjandi agðerðir með Methúsalemi Hilmarssyni, forstöðumanni forvarna hjá TM líkt og sjá má hér fyrir ofan.Ganga frá lausamunumSpáð er miklu hvassviðri í dag og í nótt, svo miklu að sjaldan hefur annað sést síðan mælingar hófust. Því er mikilvægt að ganga tryggilega frá lausamunum svo að þeir skapi ekki hættu. „Fólk þarf að varast það ef það er eitthvað að lausum munum í kringum húsnæði sitt líkt, tjaldvagnar eða hjólhýsi eða annað lauslegt, þarf að fyrirbyggja það með einhverjum hætti.“Mjög mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum í grennd við hýbýli.Vísir/StefánMoka og hreinsa frá öllum niðurföllumEftir snjókomu síðastliðnar vikur er víða að finna mikinn snjó á svölum. Þegar fer að hlána þarf þessi snjór að leita eitthvað og líkur eru á því að hann flæði inn í hýbýli. „Það getur verið mikil snjósöfnun á svölum og víðsvegar eru þær steyptar allan hringinn. Þegar það kemur mikil úrkoma og hláka geta svalir breyst í vatnspott. Eitthvað þarf vatnið að fara og oftar en ekki leitar það inn um svalahurðir.“ Methúsalem biður fólk að huga vel að öllum niðurföllum og ganga úr skugga um það að búið sé að hreinsa frá sem flestum svo að vatnið leiti eitthvað annað en inn í hýbýli. Þetta á sérstaklega við um ef það er kjallari við hýbýli fólks. „Síðast ekki síst að ef það er kjallari við húsið þarf að moka frá öllum niðurföllum. Það er mikilvægt að reyna að losa klaka og snjó frá öllum niðurföllum í kringum hús.Grýlukertin geta farið af stað í óveðrinu og þá er betra að verða ekki fyrir þeim.Vísir/PjeturPassa sig á grýlukertum og snjó sem fellur af þökumTalsverð úrkoma mun fylgja hvassviðrinu sem gæti skapað ýmisleg vandræði og talsverða hættu á tjóni. Mikilvægt er að passa sig á því að ganga ekki nærri húsum þar sem greinilega má sjá grýlukerti á þakskeggjum, enda gætu þau fallið niður og skapað hættu. „Þegar fer að hlána geta grýlukerti á húsum og fólk þarf að vera á varðbergi varðandi það og passa sig þegar það er á gangi nálægt húsum, sérstaklega fjölbýlishúsum og öðrum háum húsum.“ Það hefur snjóað mikið víðsvegar um land undanfarnar vikur og víða er mikill snjór, bæði á þökum og svölum húsa. Þegar snjórinn sem safnast hefur saman á þökum húsa blotnar og getur það skapað mikla hættu. „Þegar vatnið kemst í snóinn á þökunum getur snjórinn farið niður í heilum flekum. Einnig er mikilvægt að leggja ekki bílum nálægt slíkum húsum því að þeir geta orðið fyrir stórtjóni verði þeir fyrir grýlukertum eða flekum.“Mikilvægt að taka allar viðvaranir Almannavarna alvarlega Búist er við að fárviðrið dreifi sér mjög hratt um landið eftir hádegi og bendir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur á að um klukkan sjö í kvöld verði skollið aftakaveður um allt land og þá sé oft seint að koma sér í skjól. Það sé því mikilvægt að taka allar viðvaranir Almannanvarna alvarlega.Hlaða síma, vera með útvarp og batterí.Einnig er gott að hafa í huga þessi almennu ráð sem Viðar Garðarsson benti á á Facebook-síðu sinni. Gott er að að hafa vasaljós og kerti til staðar, útvarp sem gengur fyrir rafhlöðum og hafa GSM-síma fullhlaðna ef ske kynni að rafmagn fari af.Á morgun er spáð versta veðri sem við fullorðna fólkið höfum séð síðan 1991. Mörg okkar voru á barnsaldri þegar ofsaveð...Posted by Viðar Arason on Sunday, 6 December 2015
Veður Tengdar fréttir Lokanir vegna veðurs Spá ofsaveðri og fárviðri í dag og í kvöld. 7. desember 2015 10:14 Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29 Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30 Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15 Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23 Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.16 í dag Vegna óveðurs sem búast má við að skelli á síðdegis í dag verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum um veðrið, á Stöð 2 klukkan 16. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá og jafnframt sýndur beint hér á Vísi. 7. desember 2015 13:07 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um veðrið Stefnir í ofsaveður eða fárviðri á landinu öllu í kvöld. 7. desember 2015 07:29
Fylgstu með óveðrinu koma Gagnvirkt spákort sýnir hvernig vindurinn kemur að landinu. 7. desember 2015 06:30
Svona var óveðrið 1991: Sumarbústaður fauk á haf út og tré rifnuðu upp með rótum Von er á snælduvitlausu veðri á landinu öllu síðdegis og langt fram á kvöld. Minnast veðurfræðingar og fleiri óveðurs sem gekk yfir landið 3. febrúar árið 1991. 7. desember 2015 13:15
Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi á landinu vegna veðurs Óvissustig einkennist af atburðarás sem er hafin og ætla má að geti leitt til þess að öryggi fólks og/eða byggðar sé stefnt í hættu. 7. desember 2015 11:23
Óveðrið: Aukafréttatími á Stöð 2 kl.16 í dag Vegna óveðurs sem búast má við að skelli á síðdegis í dag verður aukafréttatími með nýjustu upplýsingum um veðrið, á Stöð 2 klukkan 16. Fréttatíminn verður í opinni dagskrá og jafnframt sýndur beint hér á Vísi. 7. desember 2015 13:07