Innlent

Veður tekið að versna mjög á Suðurlandi

Birgir Olgeirsson skrifar
Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli og alla leið austur á Reyðarfjörð.
Þjóðvegur 1 er lokaður frá Hvolsvelli og alla leið austur á Reyðarfjörð. vísir/Friðrik Þór
Lögreglan á Suðurlandi segir veður tekið að versna mjög syðst í umdæmi sínu og vísar til mælinga á Reynisfjalli og undir Eyjafjöllum. Hvetur lögreglan íbúa til að tryggja lausamuni utandyra og ganga úr skugga að allt sé í lagi fyrir veðurofsann.

Björgunarsveitir, lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar eru með viðbúnað alstaðar í umdæminu og munu leggja sig fram um að leysa þau verkefni sem upp koma. Þjóðvegur nr. 1 er nú lokaður frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni.

Gert er ráð fyrir að lokað verði frá Reyðarfirði að Höfn kl. 14:00, Hellisheiði, Þrengslum, Suðurstrandavegi og veginum um Lyngdalsheiði verði lokað kl. 15:00 og að lokað verði fyrir umferð um Suðurlandsveg frá Hvolsvelli að Þjórsá kl. 18:00 og sömuleiðis frá Þjórsá að Selfossi kl. 19:00.

Fólk er almennt beðið að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu eftir að veðrið skellur á.

Hér að neðan má sjá vefsjá Vegagerðarinnar með vefmyndavélum og upplýsingum um vindhraða um allt land.


Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×