Beckham vill að HM 2022 fari fram í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2015 23:00 David Beckham barðist fyrir því að Englendingar fengju HM 2018. Vísir/Getty David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham. Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, Real Madrid og enska landsliðsins, er á því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta eigi að fara fram í Katar eftir tæp sjö ár. Saksóknarar í Sviss og Bandaríkjunum eru á fullu að rannsaka ásakanir um spillingu í tengslum við það að Katar og Rússar fengu úthlutað keppnunum á sínum tíma. Rússar fengu keppnina 2018 og Katarbúar keppnina fjórum árum síðar. Englendingar sátu eftir með sárt ennið en þeir vildu fá heimsmeistarakeppnina 2018. „Hvort sem að það hafi verið mútur eða ekki þá hafa þessi tvö lönd verið valin til að halda keppnina. Fólk verður bara að sætta sig við það," sagði David Beckham í jólaútgáfu Radio Times en BBC skrifar um viðtalið í dag. „Þetta snýst um að koma með fótboltann til nýrra landa. Við eigum bara að styðja við bakið á þessum tveimur löndum og þau munu bæði láta þetta ganga upp," sagði Beckham ennfremur. Háttsettur maður frá FIFA lét hafa það eftir sér í júní að Rússar og Katarbúar ættu að missa 2018- og 2022-keppnirnar ef sannanir fyrir mútunum koma fram í dagsljósið. Bæði Rússland og Katar halda frammi sakleysi sínu og það hafa ekki enn komið fram hreinar sannanir um mútur þegar löndin tvö fengu úthlutað heimsmeistarakeppnunum. David Beckham er ekki með þessu að styðja við bakið á spillingunni sem hefur verið innan FIFA og vill eins og allir sjá sambandið fara í gegnum allsherjar hreinsun. „Það er svo mikil vitleysa búin að vera í gangi að það mun taka langan tíma að laga þarna til. Það er yfirþyrmandi og ógeðslegt að sjá hvernig hefur verið hugsað um leikinn okkar," sagði Beckham.
Enski boltinn FIFA HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira