Rafmagnslaust á öllu Austurlandi Sveinn Arnarsson skrifar 7. desember 2015 22:44 Rafmagn hefur verIð sett á Reyðafjörð en aðrir staðir eru enn úti samkvæmt heimildum fréttastofu Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt. Veður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Rafmagn fór af öllu Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs rétt eftir tíuleytið í kvöld. Unnið er að því að greina hvar bilunin er og eftir því reynt að koma rafmagni aftur á svæðið. Landsnet metur alvarleikann rauðan sem er næst hæsta stig Landsnets. Rafmagn er aftur komið á hluta Reyðarfjarðar aftur en unnið er að því að koma öðrum byggðalögum í fjórðungnum í samband við rafmagn. Mikil veðurhæð er á þessu svæði núna og því er ljóst að rafmagn getur verið stopult fram eftir nóttu. Langt er síðan rafmagnsleysi varð á öllum fjórðungnum í einu. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er ekki vitað nákvæmlega hvar útleysing rafmagns varð á Austurlandi og því mun einhvern tíma taka að ná upp eðlilegum raforkuflutningum á svæðinu. Nú vinna starfsmenn Landsnets hörðum höndum að því að greina bilunina. Veðurofsinn sem gengur yfir landið er farinn að hafa víðtæk áhrif á flutningskerfi raforku. Sigöldulína4 og Prestbakkalína1, Raflínur sem tengja Sigöldu og Hóla við Hornafjörð, datt út rétt rúmlega átta í kvöld. Olli það rafmagnsleysi í Vestur-Skaftafellssýslu. Reynt var að koma línunni aftur í gang án árangurs. Ekki er vitað á þessari stundu hvenær straumur kemst á línuna. Breiðdalslína, sem tengir Mjólkárvirkjun og Breiðdal við Önundarfjörð verið tekin úr rekstri til að auka öryggi raforkuflutninga á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn með vararafstöð sem staðsett er í Bolungarvík. Einnig var Mjólkárlína1, milli Mjólkárvirkjunar og Geiradals verið tekin úr rekstri. Þá hefur Mjólkárvirkjun verið aftengd byggðalínunni svokölluðu og meginflutningskerfi raforku sem liggur hringinn í kringum landið. Sunnanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Þegar þetta er skrifað hefur álbræðsla Alcoa á Reyðarfirði verið aftengd byggðalínunni og fær álbræðslan því beint rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun án aðkomu að byggðalínu. Þetta er gert til að tryggja að ekki hljótist skaði af tilvonandi tíðni- og spennubreytingum sem kunna að verða í ofsaveðrinu í nótt.
Veður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira