Rafmagn fór út víða á landinu: Farsímasendar liggja líka niðri Aðalsteinn Kjartansson skrifar 7. desember 2015 23:23 Svæðin eru gróflega dregin samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum og Landsneti. Svona var staðan um miðnætti. Vísir/Loftmyndir Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra Veður Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllu Austurlandi og Austfjörðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Eyjafjarðarsvæðinu, þar á meðal Akureyri og nærsveitum. Þá varð einnig rafmagnslaust á Suðausturlandi frá Tröllaskaga að Kirkjubæjarklaustri. Sjá einnig: Miðbær Akureyrar minnir helst á hálendið650 björgunarsveitarmenn eru í viðbragðsstöðu.Vísir/VilhelmUnnið er að því að koma rafmagni á aftur á Akureyri en rafmagn verður skammtað ef það tekst. Viðgerðarflokkur sem fór að kanna ástand Rangárvallarlínu, sem ber rafmagn til Akureyrar, þurfti frá að hverfa vegna veðurs. Rafmagn datt aftur út af Austurlandi að hluta, eftir að hafa komið inn um hálf tólf í gærkvöldi. Varastöðin í Bolungarvík er komin í rekstur og uppbygging flutningskerfis á norðanverðum Vestfjörðum hafin. Enn er þó ekki komið rafmagn á þar. Komið hefur í ljós að bilun er í tengivirkinu í Breiðadal við Önundarfjörð en vegna veðurs er ekki hægt að senda menn þangað. Áfram verður því rafmagnslaust þar. Tekist hefur að koma Prestbakkalínu á milli Prestbakka og Hóla í rekstur og er rafmagn því væntanlegt til notenda út frá Hólum í Hornafirði og Teigarhorni við Djúpavog. Línan á milli Teigarhorns og Hryggstekks er hins vegar enn úti en viðgerðarmenn eru á leiðinni þangað með snjóbíl.Svona var staðan um ellefu í kvöld.Vísir/LoftmyndirAlmannavarnir segja að farsímasendar á Höfðabrekku og Kirkjubæjarklaustri séu úti vegna rafmagnsleysisins. Farsímasendar á Hryggjum, Jökulsárlóni, Öndverðarnesi og Vaðöldu eru einnig úti en vegna línubilana. Farsímasendar á Þórólfsfelli, Selmýri, Vík, Hraunhóli, Skógum, Rauðuskriðu og Svínadal keyra á varaafli. Í talsímakerfi eru Brautarholt á Skeiðum, Árnes, Goðaland og Vík stöðvar á varaafli. Bæði er um að ræða bilanir og rafmagnsleysi. Til viðbótar eru truflanir á örbylgjusendum.Uppfært klukkan 00.54Unnið var hörðum höndum að því að halda rafmagnsflutningskerfi landsins gangandi í aðgerðastöð Landsnets í kvöldLandsnetHér fyrir neðan má sjá nýjustu upplýsingar frá Facebook-síðu Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
Veður Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira