Innlent

Vindhraði í gær nærri meti

Birgir Olgeirsson skrifar
Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu.
Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu. Vísir/VIlhelm
Veðurofsinn í gær var ansi nálægt því að setja met. Hámarks meðalvindhraði var 50,94 metrar á sekúndu og fór mesta vindhviðan í 72,6 metra á sekúndu en í báðum tilvikum mældist þessi hraði fyrir austan á Hallormsstaðarhálsi nærri Egilsstöðum.

Mesti tíu mínútna vindhraði á landinu var mestur 62,5 metrar á sekúndu á Skálafelli 20. janúar árið 1998 klukkan 13. Mesta þriggja sekúndna vindhviðan á landinu mældist 74,5 metrar á sekúndu á Gagnheiði Á Austurlandi 16. Janúar árið 1995 klukkan 4. Hefur þetta veður gjarnan verið kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík.  Sjá á vef Veðurstofunnar hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×