Innlent

Búið að opna vegi í flestum landshlutum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Svona er staðan á þjóðvegunum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.
Svona er staðan á þjóðvegunum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Mynd/Vegagerðin
Greiðfært er orðið á helstu vegum á Suðurlandi og Vesturlandi. Þá eru vegir á Norðurlandi víða færir en hálka eða hálkublettir. Vegir á Vestfjörðum eru enn margir hverjir lokaðir sem og á hluta Austurlands. Fjallvegir inn til landsins eru meira og minna lokaðir.

Allir þjóðvegir voru lokaðir í gærkvöldi og nótt út af óveðrinu sem þá fór yfir landið en samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar átti að opna fyrstu vegi um klukkan 10 í morgun og fram til þrjú eftir hádegi.

Reykjanesbraut var opnuð snemma í morgun en var þó lokað aftur tímabundið út af umferðarslysi. 


Tengdar fréttir

Fylgstu með veðrinu

Enn vindasamt á landinu þrátt fyrir að óveðrið sé yfirstaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×