Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 11:20 Ásta Kristín Andrésdótir og heilbrigðisstarfsfólk fagnaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hér fallast Ásta Kristín og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í faðma. Vísir/Stefán Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34