Porsche yfir 200.000 bíla fyrsta sinni Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 16:23 Porsche Cayenne er söluhæsta bílgerð Porsche. GVA Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Í nýliðnum nóvembermánuði náði þýski sportbílaframleiðandinn Porsche nýjum áfanga í sögu sinni með því að selja yfir 200.000 bíla á einu ári. Þegar nóvember var allur hafði Porsche reyndar selt 209.894 bíla og hafði salan vaxið á milli ára um 24%. Í fyrra seldi Porsche 189.849 bíla allt árið, en ef Porsche selur jafn vel í desember og fyrri 11 mánuði ársins má búast við heildarsölu uppá 229.000 bíla. Í nóvember seldi Porsche 18.110 bíla. Af einstökum bílgerðum seldist Cayenne best, eða 6.579 eintök og jókst salan um 39% í mánuðinum. Heildarsala Cayenne á árinu er komin í 68.029 bíla og hefur vaxið um 14 á milli ára. Ekki kemur kannski á óvart að stærsti markaðurinn er í Kína og þar hafa alls selst 54.302 bílar á árinu og salan vaxið um 34%. Næst stærsti markaðurinn er í Bandaríkjunum og seldust þar 47.891 bíll og þar jókst salan um 9%. Ef öll Evrópa er talin saman, en ekki einstök lönd, má þó segja að þar sé enn stærsti markaðurinn fyrir Porsche bíla, en á árinu hafa selst þar 70.509 bílar. Í fyrri áætlunum Porsche var meiningin að ná 200.000 bíla sölu árið 2018 og því er fyrirtækið 3 árum á undan þeim áætlunum og vöxturinn reyfarakenndur á allra síðustu árum.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira