Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. desember 2015 18:30 Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Fálkaorðan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi. Sigurður Einarsson þáverandi stjórnarformaður Kaupþings banka var sæmdur fálkaorðunni 1. janúar 2007 fyrir forystuhlutverk í íslensku útrásinni. Forsetinn hefur nú svipt hann réttinum til að bera orðuna vegna 4 ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al-Thani málinu. Ákvörðun forsetans er byggð á forsetabréfi um hina íslensku fálkaorðu frá 31. desember 2005. Þar segir að stórmeistari, sem er forsetinn í þessu samhengi, geti „að ráði orðunefndar, svipt hvern þann, sem hlotið hefur orðuna en síðar gerst sekur um misferli, rétti til að bera hana.“ Forsetinn getur ekki svipt Sigurð orðunni sjálfri en hann getur svipt hann réttinum til að bera hana og það er það sem forsetinn gerði. Ákvörðunin er án fordæma. Ákvörðun forsetans er athyglisverð því á beinni línu DV árið 2012 sagði hann: „Það hefur ekki tíðkast að afturkalla orðuveitingar“ þegar hann var spurður af hverju hann hefði ekki afturkallað orðuveitingar til útrásarvíkinga.Guðni Ágústsson formaður orðunefndar forseta Íslands.365/Þorbjörn Þórðarson„Orðunefnd fór yfir mál Sigurðar eftir að hann fékk þenann þunga dóm og það var samdóma álit okkar að leggja það til við forsetann að hann yrði sviptur réttinum,“ segir Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður orðunefndar forsetans. Guðni segir að hugmyndin hafi ekki komið frá forsetanum.Hver léði fyrst máls á því að beita þessari heimild? „Við tókum þetta fyrir í orðunefnd og lögðum þetta svo til við forsetann.“Þannig að þetta er ekki liður í einhvers konar vegferð sitjandi forseta í að reyna að fjarlægjast stjórnendur föllnu bankanna sem hann studdi með ráðum og dáð fyrir banka- og gjaldeyrishrunið? „Þetta er nú stór fullyrðing en þetta kemur forsetanum ekkert við. Við lögðum þetta til við forsetann og hann féllst á þetta. Þetta snýr bara að þessu eina atriði.”Inni á fundi nefndarinnar, hver er það sem á upphaflega þá hugmynd að beita heimildinni? „Ég er formaður nefndarinnar. Þannig að ég tók málið fyrir.“Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur.365/Þorbjörn ÞórðarsonGuðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur rannsakað embætti forsetans, skrifaði bók um tíð Kristjáns Eldjárn í embættinu og vinnur nú að heildstæðu sagnfræðiriti um embættið. „Það hafa líklega yfir sjö þúsund manns fengið fálkaorðuna í gegnum tíðina, þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé. Í tilfelli Sigurðar Einarssonar þá er þetta í fyrsta sinn sem orðuhafi hlýtur þungan fangelsisdóm sem vekur þjóðarathygli. Þannig í því ljósi verður væntanlega að skoða þessa ákvörðun forseta Íslands,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.Því hefur verið haldið fram staða fálkaorðunnar eigi ekki að sveiflast eftir tíðarandanum í samfélaginu heldur eigi veiting hennar að standa ein og sér. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Jú, þetta er sjónarmið en reglugerðin er svona. Það má grípa til þessa ráðs hafi orðuhafi brugðist trausti þess sem veitir orðuna. Það er þá réttlætingin en þetta er klassískt álitaefni og það má horfa á þetta víðara samhengi. Til dæmis þegar óskir um afsökun eða fyrirgefningu eru settar fram vegna atburða sem áttu sér stað í fortíð,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Fálkaorðan Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira