Kona sem flúði frá Gaza til Íslands fékk ekki leigða íbúð af því hún er múslimi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. skrifar 22. nóvember 2015 18:35 Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Marwa Salameh, einstæð móðir frá Palestínu, fékk ekki að leigja íbúð í Reykjavík af því að hún er múslimi. Hún segist hafa lítið sofið nóttina eftir að leigusalinn tjáði henni að hann leigði ekki múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa kom hingað til lands sem flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Hún á tvo litla stráka og hefur búið hér í rúmlega ár. Fyrst eftir komuna til landsins bjó hún á gistiheimili en síðan í leiguíbúð í Norðurmýrinni. Samningurinn þar rennur út eftir mánuð.Samskiptin sem um ræðir.Hún segist ekki telja að Íslendingar séu rasistar. Þetta sé í fyrsta sinn sem hún upplifi eitthvað þessu líkt en henni hafi verið mjög brugðið.Óttast að lenda á götunniÁ Facebook í gær sá hún auglýsta íbúð til leigu sem hún taldi að gæti hentað henni og drengjunum. Hún setti sig í samband við leigusalann sem var kona og óskaði eftir að leigja íbúðina. Konan fór í framhaldinu að spyrja allskyns spurninga, meðal annars hverrar trúar hún væri. Þegar hún sagðist vera múslimi, sagðist konan ekki leigja múslimum eftir hryðjuverkin í París. Marwa segist hafa reynt að útskýra fyrir konunni að hún væri ekki hryðjuverkamaður. Hún væri hér á landinu til að skapa sér og drengjunum sínum friðsamlega tilveru en allt hafi komið fyrir ekki. Hún segist hafa sofið lítið í nótt. Hún segist óttast að hún og drengirnir lendi á götunni ef þetta verður viðkvæðið. Ástandið hér geti orðið eins og í Evrópu.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira