Eru fleiri dísilbílaskandalar á leiðinni? Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 11:29 Mæling framkvæmd á útblæstri. Autoblog Samkvæmt fréttum Daily Kanban munu International Council on Clean Transportation og Deutsche Umwelthilfe brátt tilkynna um 10-15 bílgerðir dísilbíla þar sem greinilega hafa verið gefið upp rangar tölur um NOx mengun þeirra. Samkvæmt rannsóknum á mengun þeirra, sem framkvæmdar voru í háskólanum í Bern í Sviss, mælast þessir bílar með mismunandi mengunartölur eftir því hvort mælingarnar eru framkvæmdar á rúllum þar sem hjól aðeins annars öxulsins snúast eða þegar öll hjól bílanna snúast. Það átti einmitt við í tilviki dísilvélasvindls Volkswagen. Sem dæmi hafa mælingarnar leitt í ljós að að Opel bílarnir Zafira, Corsa og Vectra menga mun meira en uppgefnar tölur frá framleiðanda, en General Motors, eigandi Opel, hefur mótmælt þessu og sagt að enginn svindlhugbúnaður sé í bílum þeirra. Því er þar orð gegn orði og ómögulegt að segja hvert framhaldið verður. Opel segist einmitt hafa sjálft mælt bíla sína með annan öxulinn og báða rúllandi og fengið út engan mun á mengun bílanna. Það að mælingar hafi sýnt að mengun þeirra sé meiri en uppgefin er þarf ekki að sanna að í bílunum sé búnaður sem hannaður sé til að villa um fyrir mengun þeirra í mælingum, heldur kannski öllu heldur að framleiðendur þeirra hafi smíðað bíla sem standast þær mengunarkröfur sem framleiðendum eru settar við ákveðnar aðstæður. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Samkvæmt fréttum Daily Kanban munu International Council on Clean Transportation og Deutsche Umwelthilfe brátt tilkynna um 10-15 bílgerðir dísilbíla þar sem greinilega hafa verið gefið upp rangar tölur um NOx mengun þeirra. Samkvæmt rannsóknum á mengun þeirra, sem framkvæmdar voru í háskólanum í Bern í Sviss, mælast þessir bílar með mismunandi mengunartölur eftir því hvort mælingarnar eru framkvæmdar á rúllum þar sem hjól aðeins annars öxulsins snúast eða þegar öll hjól bílanna snúast. Það átti einmitt við í tilviki dísilvélasvindls Volkswagen. Sem dæmi hafa mælingarnar leitt í ljós að að Opel bílarnir Zafira, Corsa og Vectra menga mun meira en uppgefnar tölur frá framleiðanda, en General Motors, eigandi Opel, hefur mótmælt þessu og sagt að enginn svindlhugbúnaður sé í bílum þeirra. Því er þar orð gegn orði og ómögulegt að segja hvert framhaldið verður. Opel segist einmitt hafa sjálft mælt bíla sína með annan öxulinn og báða rúllandi og fengið út engan mun á mengun bílanna. Það að mælingar hafi sýnt að mengun þeirra sé meiri en uppgefin er þarf ekki að sanna að í bílunum sé búnaður sem hannaður sé til að villa um fyrir mengun þeirra í mælingum, heldur kannski öllu heldur að framleiðendur þeirra hafi smíðað bíla sem standast þær mengunarkröfur sem framleiðendum eru settar við ákveðnar aðstæður. Forvitnilegt verður að sjá framhald þessa máls.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent