Geely ætlar að rafmagnsvæða alla sína bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. nóvember 2015 12:10 Geely Emgrand. Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Kínverski bílaframleiðandinn Geely, sem á Volvo, hefur sagt að fyrirtækið stefni að því að rafmagnsvæða alla sína bíla sem Hybrid, Plug-In-Hybrid eða hreina rafmagnsbíla. Þannig eiga allir þeirra framleiðslubílar að vera orðnir árið 2020 og með því verður enginn bíla þeirra eingöngu með brunavél. Með því ætlar Geely í leiðinni að uppfylla mengunarkröfur kínverskra stjórnvalda, sem kveða á um meðaltals 5 lítra eyðslu. Geely ætlar einnig að verða leiðandi bílaframleiðandi í smíði annarskonar nýorkubíla og í notkun á léttari efnum. Fyrsti bíllinn sem Geely ætlar að smíða í þessu augnamiði verður Emgrand EV rafmagnsbíll sem komast mun 330 km á hverri hleðslu og er fær um að taka sprettinn í 100 á 4,3 sekúndum. Þann bíl verður hægt að hlaða að 80% hámarksorku á 30 mínútum og að fullu leyti á 48 mínuútum. Geely ætlar líka að bjóða þennan bíl sem Plug-In-Hybrid bíl og kemur hann síðar út en rafmagnsútgáfan. Sá verður 250 hestöfl og brunavélin verður 1,5 lítra og með forþjöppu.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira