Katrín: Auðveld ákvörðun því þjálfarinn ætlaði að setja mig á bekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. nóvember 2015 16:45 Katrín Ómarsdóttir í leik með Liverpool. vísir/getty Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira
Katrín Ómarsdóttir, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, greindi frá því á Twiter-síðu sinni í dag að hún væri að hætta hjá félaginu eftir þriggja ára dvöl. Katrín vann tvo Englandsmeistaratitla með Liverpool á fyrstu tveimur árunum í Liverpool, en liðið var í vandræðum á síðustu leiktíð og hafnaði í næst neðsta sæti. „Ég held að þetta sé rétt skref eins og er. Ég var farin að hafa það á tilfinningunni að ég myndi færa mig um set. Ég þarf nýja áskorun og langar að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Katrín í viðtali í Akraborginni í dag, en nýr þjálfari liðsins ætlaði ekki að nota hana mikið. „Ég settist niður með nýja þjálfaranum og hann var á því að ég yrði mikið á bekknum á næsta tímabili. Það gerði ákvörðunina frekar auðvelda fyrir mig.“ „Mér finnst ég samt ótrúlega heppin að hafa verið þarna og vera hluti af þessu félagi. Svo vann ég náttúrlega tvo titla,“ sagði Katrín. Katrín er í fótbolta til að spila með landsliðinu.vísir/getty Langar aftur í landsliðið Katrín var stödd í Leifsstöð á leið til New York með móður sinni þegar Hjörtur Hjartarson heyrði í henni í Akraborginni. Aðspurð hvað tæki nú við svaraði hún kímin: „Er það ekki bara crossfit eða MMA eða eitthvað?“ Katrín er búin að finna sér nýtt félagslið og gengur frá samningi við það á næstu vikum. „Mig langar að vera áfram á Englandi. Það er eitt lið sem ég er með í huga og finnst líklegast að ég fari til. Ég verð að halda því fyrir mig núna,“ sagði hún. „Ég er áætlega spennt fyrir þessu og fæ þar líklega að spila framar á vellinum sem ég vil helst gera. Þjálfarinn er spenntur og þetta virðist vera gott tækifæri fyrir mig á þessum tímapunkti,“ sagði Katrín. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur ekki valið Katrínu í landsliðið að undanförnu og var hún ekki í hópnum í fyrstu þremur leikjum liðsins í undankeppni EM 2017. „Mig langar mjög mikið að vera í landsliðinu. Ég talaði við Frey eftir síðustu verkefni. Ég hafði ekkert heyrt í honum sem var frekar skrítið. Við áttum gott samtal og ég er enn þá inn í myndinni. Vonandi get ég komið sterk inn sem fyrst,“ sagði Katrín. „Ég er í fótbolta til að vera í íslenska landsliðinu og langar að vera þar meira en allt,“ sagði Katrín Ómarsdóttir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Sjá meira