Fótbolti

Katrín fer frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. Vísir/Heimasíða Liverpool

Katrín Ómarsdóttir er á leið frá Liverpool eftir þriggja ára dvöl hjá kvennaliði félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Samningur Katrínar við Liverpool er útrunninn en liðið varð Englandsmeistari fyrstu tvö ár hennar hjá félaginu. Liðinu gekk hins vegar verr í ár og endaði í sjöunda og næstneðsta sæti deildairnnar, auk þess sem það féll úr leik í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Katrín var fastamaður í liði Liverpool öll þrjú ár hennar hjá félaginu en hún kom þangað frá Kristianstad í Svíþjóð á sínum tíma. Hún á einnig nokkra leiki að baki með bandaríska liðinu Orange County Waves en hér á landi lék hún allan sinn feril með KR.

Ekki náðist í Katrínu við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×