Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 09:49 Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“ Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“
Alþingi Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira