Flestar heimildirnar enn á tveimur fótum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 13:30 „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum,” segir Björn. Mynd/Barbara Guðnadóttir „Ég skrifaði þetta kver,“ segir Björn Pálsson, fyrrum héraðsskjalavörður í Árnessýslu, um Sögu Þorlákshafnar, nýja bók sem kom út í gær. Hann segir ritunina hafa tekið dálítið langan tíma. „En ég vona að mér hafi tekist að fara inn á aðra braut en hefðbundna byggðasöguritun. Ég legg meiri áherslu á að lýsa daglegu lífi fólks og hvaðan það kom, en algengt er,“ segir hann. „Að sumu leyti er vandasamara að skrifa svona rit þegar flestar heimildirnar ganga enn á tveimur fótum en það er jafnframt skemmtilegra.“ Björn raðar efninu skipulega upp. Fyrsti kaflinn nær frá 1930 til 1950, lýsir bújörðinni, gömlu verstöðinni og upphafi hafnargerðar. „Það var 1934 sem Kaupfélag Árnesinga keypti þessa jörð og hóf mikið trilluútgerðartímabil sem hrundi 1940 því þá fengu menn mun betri laun hjá hernum en vera til sjós,“ lýsir hann. Næsti kafli lýsir sögu hafnarinnar sem allt byggðist á. „Það er ekki fyrr en rétt fyrir 1970 sem komin er sæmileg höfn, áður þurftu fiskiskipin að liggja við bólfæri úti, oft slitnuðu þau upp í vondum veðrum og rak á land.“ Útgerðarsagan er í þriðja kafla, þegar höfnin er komin þá kemur fiskurinn og fiskinum fylgir fólkið. „Það eru bara fjórir einhleypir karlmenn skráðir í Þorlákshöfn árið 1950 en árið 1970 eru íbúarnir orðnir 523. Ég er með stöplarit yfir íbúafjölda á tveggja ára fresti frá 1950 til 1990 og lýsi aldursskiptingu. Tek fyrir hvert einasta hús sem byggt er á þessu tímabili, segi frá fólkinu sem byggði húsin, hvaðan það kom og er með fjölskyldumynd nánast úr hverju einasta húsi um 1970. Svo lýsi ég lífsháttum fólksins og aðstæðum, karla, kvenna og barna. Móðir um miðjan 6. áratuginn þurfti til dæmis að fara með þvottinn í hjólbörum að aðgerðahúsinu til að skola hann úr rennandi vatni.“ Fimmti kaflinn fjallar um iðnað og fyrirtæki sem spretta upp í kjölfar íbúafjölgunarinnar, sjötti er um félagsstarfsemina og lokakaflinn um opinbera þjónustu, skóla, heilsugæslu og endar á kirkju og kirkjugarði. „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum, hef þær ekki síður sem heimildir. Svo nota ég geysilega mikið af myndum því þær segja oft meira en mörg orð. Bókin er öll í lit frá a til ö og myndirnar felldar inn þar sem þær eiga heima.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég skrifaði þetta kver,“ segir Björn Pálsson, fyrrum héraðsskjalavörður í Árnessýslu, um Sögu Þorlákshafnar, nýja bók sem kom út í gær. Hann segir ritunina hafa tekið dálítið langan tíma. „En ég vona að mér hafi tekist að fara inn á aðra braut en hefðbundna byggðasöguritun. Ég legg meiri áherslu á að lýsa daglegu lífi fólks og hvaðan það kom, en algengt er,“ segir hann. „Að sumu leyti er vandasamara að skrifa svona rit þegar flestar heimildirnar ganga enn á tveimur fótum en það er jafnframt skemmtilegra.“ Björn raðar efninu skipulega upp. Fyrsti kaflinn nær frá 1930 til 1950, lýsir bújörðinni, gömlu verstöðinni og upphafi hafnargerðar. „Það var 1934 sem Kaupfélag Árnesinga keypti þessa jörð og hóf mikið trilluútgerðartímabil sem hrundi 1940 því þá fengu menn mun betri laun hjá hernum en vera til sjós,“ lýsir hann. Næsti kafli lýsir sögu hafnarinnar sem allt byggðist á. „Það er ekki fyrr en rétt fyrir 1970 sem komin er sæmileg höfn, áður þurftu fiskiskipin að liggja við bólfæri úti, oft slitnuðu þau upp í vondum veðrum og rak á land.“ Útgerðarsagan er í þriðja kafla, þegar höfnin er komin þá kemur fiskurinn og fiskinum fylgir fólkið. „Það eru bara fjórir einhleypir karlmenn skráðir í Þorlákshöfn árið 1950 en árið 1970 eru íbúarnir orðnir 523. Ég er með stöplarit yfir íbúafjölda á tveggja ára fresti frá 1950 til 1990 og lýsi aldursskiptingu. Tek fyrir hvert einasta hús sem byggt er á þessu tímabili, segi frá fólkinu sem byggði húsin, hvaðan það kom og er með fjölskyldumynd nánast úr hverju einasta húsi um 1970. Svo lýsi ég lífsháttum fólksins og aðstæðum, karla, kvenna og barna. Móðir um miðjan 6. áratuginn þurfti til dæmis að fara með þvottinn í hjólbörum að aðgerðahúsinu til að skola hann úr rennandi vatni.“ Fimmti kaflinn fjallar um iðnað og fyrirtæki sem spretta upp í kjölfar íbúafjölgunarinnar, sjötti er um félagsstarfsemina og lokakaflinn um opinbera þjónustu, skóla, heilsugæslu og endar á kirkju og kirkjugarði. „Ég er að sýna hvernig svona pláss verður til og geri konum ekkert síður skil en körlum, hef þær ekki síður sem heimildir. Svo nota ég geysilega mikið af myndum því þær segja oft meira en mörg orð. Bókin er öll í lit frá a til ö og myndirnar felldar inn þar sem þær eiga heima.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira