Lögreglan rannsaki hatursummæli Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. vísir/GVA „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. „Þetta hefur mikla þýðingu, en með afstöðu sinni hefur ríkissaksóknari tekið undir það sjónarmið að það sé nauðsynlegt að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, sem farið hefur með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. „Ummælin eru sérstaklega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks.“ Björg segir enn fremur mikilvægt að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga. „Nú er mælst til þess af hálfu ríkissaksóknara að teknar verði skýrslur af öllum kærðu og við bíðum þess að málinu vindi áfram.“Auður Magndís AuðardóttirVísir/ErnirAuður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78, segist fegin niðurstöðunni. „Okkur var mjög brugðið þegar lögregla vísaði kærunum frá án nokkurrar rannsóknar enda um sérstaklega gróf ummæli að ræða. Við erum afskaplega ánægð með þessa ákvörðun ríkissaksaksóknara, við sjáum það í rökstuðningi að þar er tekið undir okkar sjónarmið að fullu.“ Ákærusviðið undir stjórn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara við embættið, tók ákvörðun um að vísa kærum Samtakanna '78 frá. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. „Það er rétt að fram komi að frá áramótum verður lögð sérstök áhersla á að sporna við hatursglæpum,“ segir hún en Fréttablaðið greindi frá því nýverið að til stæði að setja mannskap í að sporna við glæpum sem þessum í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í röksemdafærslu sinni vísar ríkissaksóknari í ákvæði um vernd tjáningarfrelsisins í stjórnaskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þar greini að takmarkanir á tjáningarfrelsinu séu heimilar, enda sé mælt fyrir slíkum takmörkunum í lögum og þær nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Frelsinu verði að vera hægt að setja skorður vegna tillits til hagsmuna annarra einstaklinga. Þá vísar ríkissaksóknari í almenn hegningarlög og minnir á að það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að hæðast opinberlega að, rógbera, smána eða ógna manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar eða breiða slíkt út. Kærð hatursummæli voru birt í Fréttablaðinu og á visir.is 7. október. Við vefleit kemur í ljós að hluti þeirra féll á lokaða vefsvæðinu Barnaskjóli á Facebook sem hét áður Verndum börnin. Ríkissaksóknari bendir á að einnig geti verið refsiverð tilvik þar sem ólögmætri tjáningu er komið á framfæri við hóp manna á lokuðu vefsvæði en hluti ummælanna sem voru kærð féll á slíkum vefsvæðum. Þá féllu kærð ummæli í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu í kjölfar tillögu fulltrúa Samfylkingar við bæjarstjórn um að fara ætti í átak í eflingu hinsegin fræðslu og ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar og leita skyldi til Samtakanna '78 um fræðsluna. Þann 17. apríl stóð Útvarp Saga fyrir könnun á vefsíðu sinni sem bar yfirskriftina: Á að kenna hinsegin fræðslu í grunnskólum? Í kjölfarið ræddi þáttarstjórnandinn Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu við hlustendur um málefnið. *Rangt var haft eftir Huldu Elsu Björgvinsdóttur í grein Fréttablaðsins í dag. Ummæli Huldu voru: „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar“ en ekki „Ákvarðanir lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar.“ Hulda Elsa sagði ekki um ummælin að þau væru haturssumæli. Hulda Elsa er beðin afsökunar á þessu.* Hinsegin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara. Samtökin '78 kærðu ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna frá 27. apríl í vor. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. „Þetta hefur mikla þýðingu, en með afstöðu sinni hefur ríkissaksóknari tekið undir það sjónarmið að það sé nauðsynlegt að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjá DIKA lögmönnum, sem farið hefur með kærumálin fyrir hönd Samtakanna '78. „Ummælin eru sérstaklega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks.“ Björg segir enn fremur mikilvægt að dómstólar eigi síðasta orðið um það hvernig skuli fara með meint brot af þessum toga. „Nú er mælst til þess af hálfu ríkissaksóknara að teknar verði skýrslur af öllum kærðu og við bíðum þess að málinu vindi áfram.“Auður Magndís AuðardóttirVísir/ErnirAuður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastýra Samtakanna '78, segist fegin niðurstöðunni. „Okkur var mjög brugðið þegar lögregla vísaði kærunum frá án nokkurrar rannsóknar enda um sérstaklega gróf ummæli að ræða. Við erum afskaplega ánægð með þessa ákvörðun ríkissaksaksóknara, við sjáum það í rökstuðningi að þar er tekið undir okkar sjónarmið að fullu.“ Ákærusviðið undir stjórn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara við embættið, tók ákvörðun um að vísa kærum Samtakanna '78 frá. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. „Það er rétt að fram komi að frá áramótum verður lögð sérstök áhersla á að sporna við hatursglæpum,“ segir hún en Fréttablaðið greindi frá því nýverið að til stæði að setja mannskap í að sporna við glæpum sem þessum í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í röksemdafærslu sinni vísar ríkissaksóknari í ákvæði um vernd tjáningarfrelsisins í stjórnaskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þar greini að takmarkanir á tjáningarfrelsinu séu heimilar, enda sé mælt fyrir slíkum takmörkunum í lögum og þær nauðsynlegar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Frelsinu verði að vera hægt að setja skorður vegna tillits til hagsmuna annarra einstaklinga. Þá vísar ríkissaksóknari í almenn hegningarlög og minnir á að það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum að hæðast opinberlega að, rógbera, smána eða ógna manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar eða breiða slíkt út. Kærð hatursummæli voru birt í Fréttablaðinu og á visir.is 7. október. Við vefleit kemur í ljós að hluti þeirra féll á lokaða vefsvæðinu Barnaskjóli á Facebook sem hét áður Verndum börnin. Ríkissaksóknari bendir á að einnig geti verið refsiverð tilvik þar sem ólögmætri tjáningu er komið á framfæri við hóp manna á lokuðu vefsvæði en hluti ummælanna sem voru kærð féll á slíkum vefsvæðum. Þá féllu kærð ummæli í útvarpsþætti á Útvarpi Sögu í kjölfar tillögu fulltrúa Samfylkingar við bæjarstjórn um að fara ætti í átak í eflingu hinsegin fræðslu og ráðgjafar í grunnskólum Hafnarfjarðar og leita skyldi til Samtakanna '78 um fræðsluna. Þann 17. apríl stóð Útvarp Saga fyrir könnun á vefsíðu sinni sem bar yfirskriftina: Á að kenna hinsegin fræðslu í grunnskólum? Í kjölfarið ræddi þáttarstjórnandinn Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu við hlustendur um málefnið. *Rangt var haft eftir Huldu Elsu Björgvinsdóttur í grein Fréttablaðsins í dag. Ummæli Huldu voru: „Ákvarðanir lögreglustjóra hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar“ en ekki „Ákvarðanir lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli hafa verið felldar úr gildi í öllum málunum og lögreglustjóra gert að taka málin til rannsóknar.“ Hulda Elsa sagði ekki um ummælin að þau væru haturssumæli. Hulda Elsa er beðin afsökunar á þessu.*
Hinsegin Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira