Rándýrt reiðnámskeið fyrir stönduga fanga Kvíabryggju Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2015 09:55 Björn rektor sér ekkert því til fyrirstöðu að setja upp reiðnámskeið fyrir fanga á Kvíabryggju, enda þeir ekki hættulegir í daglegri umgengni. Landbúnaðarháskóli Íslands skipulagði sérstakt reiðnámskeið fyrir fimm fanga Kvíabryggju. Send var inn beiðni til fangelsisyfirvalda þar sem óskað var leyfi til að stunda slíkt nám. Námskeiðið er dýrt og samkvæmt heimildum Vísis voru það þeir bankamenn sem nú afplána á Kvíabryggju sem vildu læra að sitja hest. Fyrirhugað námskeiðahald var slegið af í gærkvöldi. Námið er tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en á vegum LbhÍ. Námið felur meðal annars í sér verklega kennslu, þar sem kennt er alls í 16 daga, þá um helgar og í fullbúinni reiðskemmu sem er á næsta bæ við fangelsið. Þar hefur fengist hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Til stóð að námskeiðið hæfist 7. nóvember, það er um síðustu helgi og að því ljúki 3. apríl. Ekkert verður af því.Páll Winkel fangelsismálastjóri var ekki hrifinn af fyrirhuguðu námskeiðahaldi.visir/andri marinó.Vísir bar málið undir Pál Winkel fangelsismálastjóra og hann staðfesti að svona sé þetta í pottinn búið. „Sko, við viljum ekki koma í veg fyrir nám fanga en það verður alltaf að taka mið af því að viðkomandi eru frelsissviptir auk þess sem jafnræði er grundvallarstef í okkar vinnu, alltaf og alls staðar. Að öðru leyti vísa ég málinu til rektors skólans sem ber ábyrgð á gjörningnum,“ segir Páll í samtali við Vísi.Búið að slá námskeiðið afBjörn Þorsteinsson er rektor Landbúnaðarháskólans og hann segir að honum skiljist að námskeiðinu hafi verið aflýst. Það gerðist í gærkvöldi. „Það er nú bara einhliða ákvörðun fangelsismálastofnunar.“ Björn segir að LbhÍ hafi í sjálfu sér ekki lagt sérstaka vinnu í þetta fyrirhugaða námskeiðahald. „Nei, þetta er standard námskeið sem við bjóðum fyrir þá hópa sem hafa áhuga á því. Sinnum þeim hópum og þeim óskum sem menn setja fram. Við mismunum ekkert fólki, lítum svo á að ef fangarnir hefðu leyfi og rétt til að fara á námskeiðið gætum við sinnt þeim eins og hverjum öðrum. Ekki okkar að tálma frelsi fanga ef svo ber undir. Þetta eru endurmenntunarnámskeið, eru algerlega borin upp af námskeiðagjöldunum. Endurmenntunardeildinni er gert að bera sig. Snertir ekki fjárhagsáætlun skólans.“En, þetta mega heita sérstakar aðstæður, ekki satt? „Það er ekki okkar að setja reglurnar um það, hvað þarf við. Þessir fangar eru ekki hættulegir í daglegri umgengni. Annað ef þú ert með ofbeldisfulla fanga og keðjusaganámskeið í skógi, þá held ég að okkar fólk væri ekki mjög spennt.“En, er það ekki rétt að það þurfi tiltekinn fjölda svo hægt sé að halda námskeiðið? „Í sjálfu sér ekki,“ segir Björn rektor. „Það er bara þeim mun dýrara sem eru færri.“ Og samkvæmt heimildum Vísis voru peningar engin fyrirstaða hvað varðaði óskir og bollaleggingar um að koma þessu tiltekna námskeiði á koppinn.540 þúsund auk hesta og reiðtygja Til glöggvunar, Vísir hefur undir höndum svör Björns við fyrirspurn Páls vegna málsins þar sem fram kemur að LbhÍ standi fyrir þessari námskeiðaröð. Þá kemur fram að áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því að hver um sig borgi 538.000 á mann. „Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar.“ Einnig kemur fram að nemendur greiði skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, það er sjálf hrossin og reiðtygi.Bankamennirnir vilja læra að sitja hrossÞessi svör Björns eru samkvæmt upplýsingum starfsmanns í endurmenntunardeild, sem er Heimir Gunnarsson. Sjálfur svarar rektor því til, varðandi það hvort ráð sé fyrir þessu gert í rekstraráætlun LbhÍ, skóla sem er í fjárþröng – hvort þetta sé fjáröflunarleið; að svo sé ekki. Endurmenntunardeild sé gert að standa undir sér en hún þarf ekki að skila hagnaði.Samkvæmt heimildum Vísis voru það þeir sem hlutu þunga dóma í hinu svokallaða Al-Thani máli sem vilja nota tækifærið og læra að sitja hest.VísirFyrir liggur að ekki er á færi meðalfanga að greiða fyrir námskeið sem þetta en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða þá banka- og kaupsýslumenn sem nú afplána á Kvíabryggju sem vilja stunda áðurnefnt nám. Páll Winkel fangelsismálastjóri, sagði í samtali við Vísi nú fyrir stundu, að námskeiðið hafi verið stoppað af, á síðstu stundu, og vísar hann í reglur um afplánun og jafnræði fanga. „Þetta eru lög um fullnustu refsinga. Menn geta ekki farið í nám út úr fangelsinu nema að uppfylltum skilyrðum sem ekki voru til staðar.“ Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Landbúnaðarháskóli Íslands skipulagði sérstakt reiðnámskeið fyrir fimm fanga Kvíabryggju. Send var inn beiðni til fangelsisyfirvalda þar sem óskað var leyfi til að stunda slíkt nám. Námskeiðið er dýrt og samkvæmt heimildum Vísis voru það þeir bankamenn sem nú afplána á Kvíabryggju sem vildu læra að sitja hest. Fyrirhugað námskeiðahald var slegið af í gærkvöldi. Námið er tengt fyrirtækinu Reiðmanninum en á vegum LbhÍ. Námið felur meðal annars í sér verklega kennslu, þar sem kennt er alls í 16 daga, þá um helgar og í fullbúinni reiðskemmu sem er á næsta bæ við fangelsið. Þar hefur fengist hesthúsapláss með fullum afnotum í sex mánuði. Til stóð að námskeiðið hæfist 7. nóvember, það er um síðustu helgi og að því ljúki 3. apríl. Ekkert verður af því.Páll Winkel fangelsismálastjóri var ekki hrifinn af fyrirhuguðu námskeiðahaldi.visir/andri marinó.Vísir bar málið undir Pál Winkel fangelsismálastjóra og hann staðfesti að svona sé þetta í pottinn búið. „Sko, við viljum ekki koma í veg fyrir nám fanga en það verður alltaf að taka mið af því að viðkomandi eru frelsissviptir auk þess sem jafnræði er grundvallarstef í okkar vinnu, alltaf og alls staðar. Að öðru leyti vísa ég málinu til rektors skólans sem ber ábyrgð á gjörningnum,“ segir Páll í samtali við Vísi.Búið að slá námskeiðið afBjörn Þorsteinsson er rektor Landbúnaðarháskólans og hann segir að honum skiljist að námskeiðinu hafi verið aflýst. Það gerðist í gærkvöldi. „Það er nú bara einhliða ákvörðun fangelsismálastofnunar.“ Björn segir að LbhÍ hafi í sjálfu sér ekki lagt sérstaka vinnu í þetta fyrirhugaða námskeiðahald. „Nei, þetta er standard námskeið sem við bjóðum fyrir þá hópa sem hafa áhuga á því. Sinnum þeim hópum og þeim óskum sem menn setja fram. Við mismunum ekkert fólki, lítum svo á að ef fangarnir hefðu leyfi og rétt til að fara á námskeiðið gætum við sinnt þeim eins og hverjum öðrum. Ekki okkar að tálma frelsi fanga ef svo ber undir. Þetta eru endurmenntunarnámskeið, eru algerlega borin upp af námskeiðagjöldunum. Endurmenntunardeildinni er gert að bera sig. Snertir ekki fjárhagsáætlun skólans.“En, þetta mega heita sérstakar aðstæður, ekki satt? „Það er ekki okkar að setja reglurnar um það, hvað þarf við. Þessir fangar eru ekki hættulegir í daglegri umgengni. Annað ef þú ert með ofbeldisfulla fanga og keðjusaganámskeið í skógi, þá held ég að okkar fólk væri ekki mjög spennt.“En, er það ekki rétt að það þurfi tiltekinn fjölda svo hægt sé að halda námskeiðið? „Í sjálfu sér ekki,“ segir Björn rektor. „Það er bara þeim mun dýrara sem eru færri.“ Og samkvæmt heimildum Vísis voru peningar engin fyrirstaða hvað varðaði óskir og bollaleggingar um að koma þessu tiltekna námskeiði á koppinn.540 þúsund auk hesta og reiðtygja Til glöggvunar, Vísir hefur undir höndum svör Björns við fyrirspurn Páls vegna málsins þar sem fram kemur að LbhÍ standi fyrir þessari námskeiðaröð. Þá kemur fram að áætlaður heildarkostnaður við þessa námskeiðaröð er 2.690.000 miðað við fimm nemendur og því að hver um sig borgi 538.000 á mann. „Innifalið í heildarpakka hvers nemanda er hesthúspláss í 6 mánuði að Bergi og aðgangur að reiðaðstöðu, bóklegu áfangarnir Hestamennska REI1000 og Reiðmennska A REI2000 og verklegu áfangarnir Hestamennska REI1500 og Reiðmennska A REI2500. Þetta eru samtals 16,5 framhaldsskólaeiningar.“ Einnig kemur fram að nemendur greiði skólanum námskeiðsgjald. Skólinn greiðir fyrir leigu á aðstöðu yfir tímabilið og laun kennara en nemendur þurfa að útvega sér námsgögnin sjálfir, það er sjálf hrossin og reiðtygi.Bankamennirnir vilja læra að sitja hrossÞessi svör Björns eru samkvæmt upplýsingum starfsmanns í endurmenntunardeild, sem er Heimir Gunnarsson. Sjálfur svarar rektor því til, varðandi það hvort ráð sé fyrir þessu gert í rekstraráætlun LbhÍ, skóla sem er í fjárþröng – hvort þetta sé fjáröflunarleið; að svo sé ekki. Endurmenntunardeild sé gert að standa undir sér en hún þarf ekki að skila hagnaði.Samkvæmt heimildum Vísis voru það þeir sem hlutu þunga dóma í hinu svokallaða Al-Thani máli sem vilja nota tækifærið og læra að sitja hest.VísirFyrir liggur að ekki er á færi meðalfanga að greiða fyrir námskeið sem þetta en samkvæmt heimildum Vísis er um að ræða þá banka- og kaupsýslumenn sem nú afplána á Kvíabryggju sem vilja stunda áðurnefnt nám. Páll Winkel fangelsismálastjóri, sagði í samtali við Vísi nú fyrir stundu, að námskeiðið hafi verið stoppað af, á síðstu stundu, og vísar hann í reglur um afplánun og jafnræði fanga. „Þetta eru lög um fullnustu refsinga. Menn geta ekki farið í nám út úr fangelsinu nema að uppfylltum skilyrðum sem ekki voru til staðar.“
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira