Elísabet: „Ekki eins klár í að fela skuldir með skatt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. nóvember 2015 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir ætlar sér stóra hluti með Kristianstad. vísir/ragnar Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, hafnaði í sjöunda sæti með sínar stúlkur á nýliðnu tímabili þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir stóð uppi sem meistari með Rosengård. Elísabet segist ekki sátt við niðurstöðuna en er þó raunsæ á gengi liðsins sem hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika undanfarin ár. „Nei, langt frá því,“ segir hún í viðtali í Akraborginni aðspurð hvort hún sé sátt með lokastöðuna í deildinni. „Ég er of mikil keppnismanneskja til að horfa á sjö sem eitthvað töff.“ „Ég er samt alveg raunsæ á þetta allt saman. Vegna þeirra fjárhagsvandræða sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár ákváðum við að draga úr fyrir þetta ár. Við misstum mjög sterka leikmenn en fengum Margréti Láru til baka sem var eini leikmaðurinn með einhverja reynslu.“ „Við reiknuðum ekki með að vinna deildina en við vonuðumst til að halda sama dampi og í fyrra þar sem við lentum í fimmta sæti og fengum á okkur lítið af mörkum. Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur í ár,“ segir Elísabet.Elísabet fannst liðið fá á sig of mikið af mörkum.vísir/valliStaðan ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera Það er lítið sem Elísabet getur gert í leikmannamálum þegar enginn peningur er til. Hún hefur í staðinn einbeitt sér að öðrum hlutum félagsins og tekið meiri þátt í uppbyggingu þess. „Hendur mínar hafa verið bundnar allt of mikið í rauninni. Ég hef valið að reyna horfa á þetta jákvæðum augum. Við erum að reyna að byggja upp vörumerki félagsins og byggja upp barna- og unglingastarf. Ég er því voða róleg yfir þessu,“ segir Elísabet. Kristianstad fékk keppnisleyfi fyrir næsta ár í þessari viku, en liðið hefur síðan Elísabet kom til þess alltaf þurft að skila inn sérstöku bókhaldi vegna fjárhagsörðugleikanna. Hún segir liðið í raun aldrei hafa verið í hættu um að fá keppnisleyfi. „Við höfðum til 31. ágúst til að skila inn öllum pappírum. Þetta snýst ekkert um að við skuldum neitt. Þetta er ekkert eins og á Íslandi þar sem þú getur skuldað leikmönnum laun í tvö ár. Hérna máttu ekki skulda rútufyrirtæki 80.000. Þá færðu ekki keppnisleyfi næsta ár,“ segir Elísabet. „Staðan er í rauninni ekki eins slæm og hún lítur út í íslenskum fjölmiðlum. Svíþjóð er land reglnanna. Við höfum dregið með okkur mínus síðan áður en ég kom til félagsins. Ég hef líka dottið inn í viðskiptaheim íþróttanna og lært hvernig maður rekur íþróttafélag.“ „Þetta er búið að vera mjög áhugaverður tími og ég tel mig vera orðinn sérfræðing í því hvernig unnið er úr svona málum. Þegar þjálfarinn og leikmennirnir taka þátt í þessu er auðveldara að komast á skrið,“ segir hún.Margrét Lára Viðarsdóttir yfirgaf Kristianstad og er komin til Vals.vísir/vilhelmSkelfileg ákvörðun hjá Margréti Láru Elísabet horfir til framtíðar með Kristianstad og vonast til að samskipti hennar við styrktaraðila og uppbygging félagsins eigi eftir að skila sér. „Það er eitt ár þar til við verðum svolítið rík,“ segir hún. Kristianstad þarf aftur að skila tímabilaskiptu bókhaldi á næsta ári fyrir 31. ágúst eins og í ár. Elísabet segir smæð liðsins hafa sitt að segja en hjá Kristianstad eru menn að læra að spila leikinn eins og stóru liði.Sjá einnig:Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi „Vonandi verður það síðasta skipti sem félagið þarf skila þessu svona inn, en þetta höfum við þurft að gera síðan ég kom hingað,“ segir Elísabet. „Það eru ekkert mörg félög sem lenda í þessu á hverju ári. Þetta er líka smá pólitík. Við erum lítið félag með litla reynslu og erum ekki eins klár í að fela skattaskuldir og allskonar svona. Við erum aðeins búin að læra þær leiðir sem er mikilvægt.“ Elísabet var spurð út í Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad á dögunum. Landsliðsfyrirliðinn er kominn heim í Val þar sem Elísabet þjálfaði hana áður. „Þetta er sérstök staða fyrir mig því ég er nánast búin að þjálfa hana síðan hún var fimmtán ára. Þetta er leikmaður sem hefur verið lykilleikmaður í mínu liði í mörg ár,“ segir hún. „Hún er loksins orðin góð eftir þessi meiðsli og mér fannst hún frábær í haust hjá okkur. Því fannst mér þetta skelfileg ákvörðun hjá henni. Ég styð hana í sinni ákvörðun en ég hefði 100 prósent viljað hafa hana áfram úti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, hafnaði í sjöunda sæti með sínar stúlkur á nýliðnu tímabili þar sem Sara Björk Gunnarsdóttir stóð uppi sem meistari með Rosengård. Elísabet segist ekki sátt við niðurstöðuna en er þó raunsæ á gengi liðsins sem hefur gengið í gegnum mikla fjárhagserfiðleika undanfarin ár. „Nei, langt frá því,“ segir hún í viðtali í Akraborginni aðspurð hvort hún sé sátt með lokastöðuna í deildinni. „Ég er of mikil keppnismanneskja til að horfa á sjö sem eitthvað töff.“ „Ég er samt alveg raunsæ á þetta allt saman. Vegna þeirra fjárhagsvandræða sem hafa hrjáð okkur undanfarin ár ákváðum við að draga úr fyrir þetta ár. Við misstum mjög sterka leikmenn en fengum Margréti Láru til baka sem var eini leikmaðurinn með einhverja reynslu.“ „Við reiknuðum ekki með að vinna deildina en við vonuðumst til að halda sama dampi og í fyrra þar sem við lentum í fimmta sæti og fengum á okkur lítið af mörkum. Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur í ár,“ segir Elísabet.Elísabet fannst liðið fá á sig of mikið af mörkum.vísir/valliStaðan ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera Það er lítið sem Elísabet getur gert í leikmannamálum þegar enginn peningur er til. Hún hefur í staðinn einbeitt sér að öðrum hlutum félagsins og tekið meiri þátt í uppbyggingu þess. „Hendur mínar hafa verið bundnar allt of mikið í rauninni. Ég hef valið að reyna horfa á þetta jákvæðum augum. Við erum að reyna að byggja upp vörumerki félagsins og byggja upp barna- og unglingastarf. Ég er því voða róleg yfir þessu,“ segir Elísabet. Kristianstad fékk keppnisleyfi fyrir næsta ár í þessari viku, en liðið hefur síðan Elísabet kom til þess alltaf þurft að skila inn sérstöku bókhaldi vegna fjárhagsörðugleikanna. Hún segir liðið í raun aldrei hafa verið í hættu um að fá keppnisleyfi. „Við höfðum til 31. ágúst til að skila inn öllum pappírum. Þetta snýst ekkert um að við skuldum neitt. Þetta er ekkert eins og á Íslandi þar sem þú getur skuldað leikmönnum laun í tvö ár. Hérna máttu ekki skulda rútufyrirtæki 80.000. Þá færðu ekki keppnisleyfi næsta ár,“ segir Elísabet. „Staðan er í rauninni ekki eins slæm og hún lítur út í íslenskum fjölmiðlum. Svíþjóð er land reglnanna. Við höfum dregið með okkur mínus síðan áður en ég kom til félagsins. Ég hef líka dottið inn í viðskiptaheim íþróttanna og lært hvernig maður rekur íþróttafélag.“ „Þetta er búið að vera mjög áhugaverður tími og ég tel mig vera orðinn sérfræðing í því hvernig unnið er úr svona málum. Þegar þjálfarinn og leikmennirnir taka þátt í þessu er auðveldara að komast á skrið,“ segir hún.Margrét Lára Viðarsdóttir yfirgaf Kristianstad og er komin til Vals.vísir/vilhelmSkelfileg ákvörðun hjá Margréti Láru Elísabet horfir til framtíðar með Kristianstad og vonast til að samskipti hennar við styrktaraðila og uppbygging félagsins eigi eftir að skila sér. „Það er eitt ár þar til við verðum svolítið rík,“ segir hún. Kristianstad þarf aftur að skila tímabilaskiptu bókhaldi á næsta ári fyrir 31. ágúst eins og í ár. Elísabet segir smæð liðsins hafa sitt að segja en hjá Kristianstad eru menn að læra að spila leikinn eins og stóru liði.Sjá einnig:Margrét Lára: Get stýrt álaginu betur á Íslandi „Vonandi verður það síðasta skipti sem félagið þarf skila þessu svona inn, en þetta höfum við þurft að gera síðan ég kom hingað,“ segir Elísabet. „Það eru ekkert mörg félög sem lenda í þessu á hverju ári. Þetta er líka smá pólitík. Við erum lítið félag með litla reynslu og erum ekki eins klár í að fela skattaskuldir og allskonar svona. Við erum aðeins búin að læra þær leiðir sem er mikilvægt.“ Elísabet var spurð út í Margréti Láru Viðarsdóttur sem yfirgaf Kristianstad á dögunum. Landsliðsfyrirliðinn er kominn heim í Val þar sem Elísabet þjálfaði hana áður. „Þetta er sérstök staða fyrir mig því ég er nánast búin að þjálfa hana síðan hún var fimmtán ára. Þetta er leikmaður sem hefur verið lykilleikmaður í mínu liði í mörg ár,“ segir hún. „Hún er loksins orðin góð eftir þessi meiðsli og mér fannst hún frábær í haust hjá okkur. Því fannst mér þetta skelfileg ákvörðun hjá henni. Ég styð hana í sinni ákvörðun en ég hefði 100 prósent viljað hafa hana áfram úti,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira