Gísli Marteinn veifar hvítu flaggi og segist ekki hata landsbyggðina Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2015 15:15 Gísli Marteinn kominn út í sveit, með hjálp myndvinnsludeildar Vísis -- myndin er samsett. Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015 Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segist sjá á eftir því að hafa haft uppi glannaleg ummæli og móðgað fólk á landbyggðinni. Þetta gerir hann í nokkuð langri færslu í Facebook sem hefur vakið mikla athygli.Vísir hefur fjallað um þessi ummæli en Gísli Marteinn vann sér það til óyndis meðal margra á landsbyggðinni að varpa fram spurningunni hvort einhver hafi „spurt hvort þetta fólk myndi kannski bara vilja þessar 10 milljónir á mann og flytja í bæinn?“ Var þetta í tengslum við frétt þess efnis að nýir flóðgarðar á Neskaupsstað kosti 2,5.Þetta var um helgina en Gísli Marteinn hefur fengið það óþvegið á netinu síðan – landsbyggðafólk hafa tekið þessum ummælum illa svo vægt sé til orða tekið. Hann hefur verið kallaður öllum illum nöfnum: „Er ekki illa við marga, en það alveg kraumar á mer bara við að sjá mynd af þessu skrípi.“ Annað dæmi gæti verið: „Það væri best að heilsa þessum andskota á Sjómannasið,“ segir einn og annar segir: „Menn eins og Gísli sem vísvitandi gera lítið úr og ögra landsbyggðarfólki uppskera eins og þeir sá. þoli illa svona pappakassa sem aldrei hafa sett hendina í kalt vatn nema þá óvart og halda að heimurinn snúist um 101rvk.“Linda Pétursdóttir sá sig knúna til þess að rísa upp Gísla Marteini til varnar, en henni blöskraði meðferðin á Gísla á Facebook.Víst er að menn ríða ekki feitum hesti frá því að tala óvirðulega um landsbyggðafólk en Vísir greindi frá því fyrir um ári þegar Einar Kárason mátti ganga í gegnum svipugöngin eftir slík ummæli. Í þessari nýju færslu segir Gísli að hann hafi ekki meint neitt slæmt með tísti sínu, það hafi ekki átt að vera særandi en samt hafi margir mógast. „Ég hefði ekki átt að segja að það góða fólk ætti að nýta peninginn til að flytja í bæinn. Það var glatað hjá mér - af því þetta fólk langar sjálfsagt ekkert að flytja í bæinn og fólk á að búa þar sem það vill. Mér þykir fyrir því að hafa sært tilfinningar fólks, það var óviljandi og ég ætla að passa mig betur í framtíðinni.“ Gísli Marteinn segist ekki hata landsbyggðina, hann hafi sagt það áður og kominn tími til að segja það aftur. Þetta er í lok færslunnar og virðist Gísli Marteinn gera ráð fyrir því að pistill hans á Facebook verði fjölmiðlamatur: „Mér líkar nefnilega vel við landsbyggðina, þótt ég hafi alla ævi búið í Reykjavík og elski borgina mjög heitt. Eins og fjölmargir hafa sagt í þessari umræðu, þá þarf borgin á landsbyggðinni að halda, og landsbyggðin á borginni. Og eftir þáttinn á morgun ætla ég út á land, af því að mig langar til þess (plís samt ekki setja það í fréttina kæru blaðamenn, því þá verður brotist inn hjá mér).“Ég veit ekki hvort þið hafið heyrt það, en ég skrifaði smá á twitter um daginn. Ég meinti ekkert slæmt með því og allra...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on 12. nóvember 2015
Tengdar fréttir Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Skammist ykkar fyrir að kalla Gísla Martein „skrípi“, „fífl“ og „andskota“ Linda Pé rís upp Gísla Marteini Baldurssyni til varnar á Facebook. 11. nóvember 2015 14:33