Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 25- 20 | Dýrmæt stig heimamanna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 12. nóvember 2015 20:00 vísir/vilhelm Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre. Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Sjá meira
Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre.
Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Sjá meira