Djúp lægð nálgast landið: Varað við stormi fyrir austan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 09:16 Veðurstofan varar við stormi austanlands í dag. nullschool Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net. Veður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Djúp lægð við Færeyjar þokast nær landinu í dag og varar Veðurstofan við stormi á Austfjörðum og Suðausturlandi, austan Öræfa til kvölds. Þá er búist við hvössum vindstrengjum við fjöll á þessum slóðum í dag og segir á vef Vegagerðarinnar að undir Vatnajökli megi reikna með hvössum hviðum undir Vatnajökli, allt að 30-45 metrum á sekúndu. Vegfarendur fyrir austan eru því beðnir um að fara að öllu með gát. Auk þessa spáir Veðurstofan talsverðri eða mikilli úrkomu á Austfjörðum og á Austurlandi í dag. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að þennan dag árið 1898 gerði mikið suðvestanrok á Suðurlandi: „Í kjölfar þess varð sjávarflóð á Eyrarbakka, en sjór gekk einnig á land Reykjavík og flæddi upp að Aðalstræti. Í óveðrinu varð talsvert tjón á húsum og bátum, skúrar fuku út í buskann, bryggjur skemmdust og skip löskuðust.“Veðurhorfur á landinu samkvæmt Veðurstofu Íslands:Gengur í norðan 15-23 metra á sekúndu með rigningu eða slyddu austan til, hvassast á Austfjörðum og í Öræfum, en snjókomu til fjalla. Mun hægari og yfirleitt bjartviðri vestan til, en stöku él við norðvesturströndina. Dregur heldur úr vindi með kvöldinu. Norðlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu og víða snjó- eða slydduél á morgun. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost inn til landsins.Færð og aðstæður á vegum:Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru á Grindarvíkurvegi. Hálka og hálkublettir eru á Suðurlands.Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir nokkuð víða. Hálka er á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku. Snjóþekja er á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hálka er á Vatnaleiði.Nokkur hálka eða hálkublettir er á fjallvegum á Vestfjörðum og nokkuð víða á láglendi. Þæfingsfærð er á Hrafnseyrarheiði.Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi og éljagangur á Víkurskarði, í Þingeyjarsýslum og í kringum Mývatn.Flughálka er á Sandvíkurheiði annars er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi. Snjóþekja er efst á Fjarðarheiði, Oddskarði og Fagradal en breytist í krapa þegar neðar dregur.Hálka eða hálkublettir eru nokkuð víða með ströndinni Suðaustanlands.Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með storminum á gagnvirku korti sem fengið er frá earth.nullschool.net.
Veður Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira