Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2015 19:15 Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“ Hryðjuverk í París Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. „Hún Caroline hringdi í mig þegar hún var skotin. Hún sagði mér að koma á kaffihúsið. Þegar ég kom var búið að loka svæðinu,“ segir Finnbogi Rútur. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að fegnið símtalið þó hann hafi ekki haft mikinn tíma til að velta því mikið fyrir sér. Svæðið hafi verið kröggt af lögreglu og hermönnum þegar hann kom á staðinn, tólf manns látnir og margir særðir. Finnbogi Rútur segir að Caroline hafi verið skotin tvívegis í fótinn. „Sem betur fer blæddi hún ekki mikið og þeim tókst að koma henni á spítala voðalega fljótt.“ Sár hennar hafi ekki reynst mjög alvarleg. Finnbogi Rútur og Caroline fara oft á kaffihúsið en í gærkvöldi var hún þar ein með vinkonu sinni sem skotin var í bakið. „Ég hef ekki fengið fréttir af því hvernig henni líður,“ segir Finnbogi Rútur sem segist ekki viss hvort hún sé enn á lífi. Finnbogi Rútur bíður nú á spítalanum og virðist rólegur þrátt fyrir skelfilega reynslu þeirra hjóna. „Ég verð eftir á spítalanum þar til ég fæ upplýsingar um hvernig aðgerðin fór. Þegar ég hef fengið að sjá hana aftur og veit að allt er í lagi þá kannski tek ég mér tíma til að hætta að vera svona stóískur og velta þessu frekar fyrir mér.“
Hryðjuverk í París Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira