Eiginkona Finnboga Rúts á batavegi eftir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 13:30 Finnbogi Rútur Finnbogason er 28 ára og hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni í gær. Vísir/AFP Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Eiginkona íslensk námsmanns í París, sem skotin var í hryðjuverkaárásunum, er á batavegi. Hún fór í aðgerð í gær sem gekk vel. Finnbogi Rútur Finnbogason hefur búið í París í mörg ár þar sem hann stundar nám. Eiginkona hans, Caroline Courriouix, var á kaffihúsinu Le Carrillon í 10. hverfi borgarinnar með vinkonu sinni á föstudagskvöldið, þar sem fjöldi manns féll í skotárásum hryðjuverkamannanna. Sjálf hlaut hún skotsár á fæti og var flutt á sjúkrahús. Í gær fór hún svo í aðgerð og segir Finnbogi hana á batavegi. „Aðgerðin gekk mjög vel og læknirinn er mjög stoltur af sjálfum sér. Allt er í fínu lagi og enginn langtímaskaði og núna er bara spurning um tíma,“ segir Finnbogi. Þá er líðan góðrar vinkonu þeirrar sem skotin var í bakið ágæt. „Ég fékk að sjá hana í gær og hún er algjör hetja og hress og hraust sjálf og lítur mjög vel út og enginn langtímaskaði heldur. Þannig að hún verður í lagi líka. Það er bara spurning um tíma“ segir Finnbogi. Finnbogi segir marga á ferli í borginni í dag þrátt fyrir atburðina. „Sólin skín í París. Fólk er úti á götum. Lífið heldur áfram,“ segir Finnbogi. „Fólk spyr sig spurningar yfir því sem gerðist en veit að það er til einskis að fríka út eða panikera. Núna er bara spurning um að reyna að skilja. Koma saman. Allir eru voðalega vingjarnlegir. Það er mikið af hjálp úti á götu af lögreglu og fólki og allskonar sem að sjá til þess að allt gangi yfir sem best,“ segir Finnbogi.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Eiginkona íslensks námsmanns særðist í árásunum í París Eiginkona Finnboga Rúts Finnbogasonar lifði af eftir að hafa verið skotin tvisvar á kaffihúsi í París í gærkvöldi. Óvissa ríkir um afdrif vinkonu hennar sem var skotin í bakið. 14. nóvember 2015 19:15