Guðmundur Hólmar: Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira