Guðmundur Hólmar: Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 19:00 Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt. Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var óvænt kallaður inn í íslenska landsliðið í handbolta á dögunum. Það er óhætt að segja að kallið hafi komið honum í opna skjöldu. „Ég fékk símtal á þriðjudegi og klukkutíma seinna þurfti maður að búa sig undir að fara út. Svo var ein æfing og út um nóttina. Þetta kom mjög skemmtilega á óvart," sagði Guðmundur Hólmar í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta var rosalega gaman. Ein skemmtilegasta áskorun sem ég hef fengið að takast á við þetta. Það var rosalega gaman að fá þetta mikinn tíma því maður bjóst engan veginn við þessum," en var Guðmundur sáttur með sjálfan sig? „Já, mér fannst ég komast mjög vel frá þessu miðað við undirbúning sem var lítill og ég hafði aldrei spilað með þessum leikmönnum áður." Guðmundur er 23 ára Akureyringur, 192 sentímetrar og 100 kíló. Hann segir að það sé stórt stökk að koma úr Olís-deild karla og fara að leika gegn þeim bestu. „Ég ætla ekki að neita því að þetta voru mikil viðbrigði. Flestir leikmennirnir voru jafn þungur eða þyngri en maður sjálfur og sterkari og mikið leikreyndari. Það var mikill viðsnúningur." Hann hefur æft manna best með Afrekshópi handknattleikssambandsins og það hefur skilað sér, en afreksæfingarnar eru fyrir þá bestu sem spila hér heima. „Mér finnst það mjög sniðugt "concept" þessi afrekshópur. Þótt að þetta sé ekki oft og þótt þetta séu ekki harðar æfingar, þá er verið að kynna bæði varnar- og sóknarleik fyrir leikmönnum." „Ég hef verið heppinn og komist á flestar af þeim æfingum. Það klárlega brúaði bilið. Það var auðveldara fyrir mig að koma inn í vörnina hjá landsliðinu núna, heldur ef ég hefði ekkert verið að komast á þessar æfingar." Guðmundur Hólmar er á leið í frönsku úrvalsdeildina á næstu leiktíð, en hann hefur samið tið Cesson Rennes til ársins 2018. Guðmundur er spenntur fyrir því að fara út. „Það eru bara forréttindi að fá að fara út og fá að gera það sem manni finnst skemmtilegast; að spila handbolta. Líka eru það forréttindi að fá að taka þátt í þessu stutta verkefni með landsliðinu núna þrátt fyrir að það hafi verið leiðinleg atvik sem leiddu til þess að ég hafi tekið þátt. Ég er þakklátur fyrir það," sagði Guðmundur. Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem Guðmundur ræðir meira um afrekshópinn og einnig hver sé helsti munurinn á alþjóðlegum bolta og Olís-deildinni svo eitthvað sé nefnt.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Sjá meira