Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur segir að forsætisráðherrar tali öðruvísi sín á milli en opinberlega. Hér er hann ásamt breska kollega sínum. VÍSIR/STEFÁN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara. Hryðjuverk í París Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands upplýsti að hann, og aðrir forsætisráðherrar Vesturlanda tali allt öðru vísi opinberlega en sín á milli, yfir kvöldverði eða á göngum þegar míkrófónninn er ekki á þeim. Þeir segi ekki hug sinn af ótta við pólitískan rétttrúnað og það að snúið verði út úr orðum sínum. Sigmundur Davíð var gestur Bítisins á Bylgjunni og þar ræddi hann ástandið vítt og breytt og stöðuna nú í kjölfar árásanna í París. Hann telur að ljóst sé að þetta breyti mjög miklu á Norðurlöndum óttist menn sambærilegar aðgerðir og telja hættu á slíku.Forsætisráðherrar tala öðru vísi sín á milli en opinberlega Hann segist hafa rætt við kollega sína forsætisráðherrana á tíðum fundum sem haldnir hafa verið til að mynda á Möltu og hér á land. „Menn ræða þessi mál allt öðru vísi í sínum hópi þegar þeir koma saman forsætisráðherrar yfir kvöldverði og á göngunum heldur en ef þeir gera opinberlega. Og það stafar einfaldlega af því og þeir viðurkenna það verður að viðurkennast að þeir eru mjög smeikir við þessa umræðu. Hvernig það sem þeir segja kunni að vera túlkað í fjölmiðlum, hvernig verði snúið út úr því. Og menn líta á þetta sem vandamál að ekki sé hægt að ræða þetta eins og þarf að ræða þetta. En, hafa samt áhyggjur af því með hvaða hætti þetta yrði túlkað. Þetta var fyrir árásirnar,“ sagði Sigmundur Davíð við þá Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason útvarpsmenn, og hlustendur Bylgjunnar. Sigmundur Davíð var spurður hvort þetta væri vegna hins svokallaða pólitíska rétttrúnaðar sem hér er ríkjandi og forsætisráðherra sagði svo vera. „Hér er ég að tala um hinn pólitíska rétttrúnað sem allir í rauninni viðurkenna þegar ekki er hljóðnemi er á þeim, að sé til staðar og getur verið mjög varasamur.“Hættulegir menn í röðum flóttafólks Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, þá sé ekki þar með verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn. Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, það er feimni við að ræða þetta en nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu. Og menn óttast að þetta sé bara upphafið af aðgerðum sem þeir geti farið í. Og menn eru í kappi við tímann við erfiðar aðstæður að leita menn uppi.“ Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í meðfylgjandi spilara.
Hryðjuverk í París Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira