„Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 11:18 Sigþrúður Guðmundsdóttir. vísir/gva „Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í alhæfingarvanda með múslima en ég á stundum í þess háttar vanda með karlmenn. Ég vinn í húsi þar sem ég heyri sögur hundraða kvenna sem hafa verið misnotaðar og beittar ofbeldi af karlmönnum. Sumar "bara" af einum karli en líklega flestar, þegar vel er gáð, af mörgum körlum yfir ævina.“ Svona hefst Facebook-færsla Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins sem hún setti á síðu sína í gær. Færslan hefur vakið mikla athygli en henni hefur verið deilt tæplega 300 sinnum. Í færslunni setur Sigþrúður ótta fólks við múslima í samhengi við þann ótta við karlmenn sem hún segist þekkja en hún segir meðal annars: „Ekki halda að ég þekki ekki vandann sem felst í því að minnihluti hóps hagar sér á þann hátt að það er erfitt að láta það ekki hafa áhrif á það hvernig ég lít á allan hópinn. Ég veit alveg hvernig það er að vera næstum dottin í gryfjuna "konur sem hata karla" og ég veit að það er á mína ábyrgð að passa að ég lendi ekki þar. Ég þarf að minna mig á að hver karl stendur fyrir sjálfan sig en ekki alla kynbræður sína.“ Sigþrúður telur síðan upp ýmsa menn í sínu lífi og tekur dæmi um góðmennsku þeirra. Segir hún að hún verði að muna eftir því að þeir séu ekki fulltrúi allra þeirra karla sem nauðga og niðurlægja. Á sama hátt séu hryðjuverkamennirnir í París ekki fulltrúar allra múslima en Sigþrúður lýkur langri færslu sinni á þessum orðum: „Að tengdasonurinn minn er meiri fulltrúi karla þegar hann pantar einhvern fallegan óþarfa á netinu handa kærustunni sinni og komandi syni heldur en karlinn sem meinar konunni sinni um að gefa barni sínu brjóst. Með öðrum orðum; hafa í huga að meirihluti karla eru góðar manneskjur. Á sama hátt má hafa í huga að þetta glaðværa og gestrisna fólk á myndunum; flissandi skólastúlkur, fjölskyldur á ferðalagi, konurnar í Isfahan, brosandi mótorhjólatöffararar, öðlingurinn Muhamed bílstjóri og stoltur pabbi á basaarnum, eru meiri og betri fulltrúar múslima en þeir sem skipulögðu, framkvæmdu og fagna grimmdarverkunum í París. Eru bara venjulegt fólk sem þykir vænt um krakkana sína, borðar kökur og fer í ferðalög en finnst best að koma heim eins og okkur hinum. Mér finnst allavega gott að hugsa þetta svona.“ Færslu Sigþrúðar má sjá í heild sinni hér að neðan.Hryðjuverk og ótti fólks við múslima; ég veit nákvæmlega hvernig þetta er því ég þekki svona ótta. Ég á reyndar ekki í...Posted by Sigþrúður Guðmundsdóttir on Sunday, 15 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Fjölmargar aðgerðir lögreglu í Frakklandi Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, varaði í morgun við fleiri árásum næstu daga og vikur. 16. nóvember 2015 08:34