Varar við því að alið verði á ótta í kjölfar hryðjuverkaárása í París Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Hryðjuverkaógnin var rædd í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fréttablaðið/Ernir Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag. Hryðjuverk í París Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Viðbrögð við árásum á borð við þær sem gerðar voru í París á föstudag mega ekki ala á ótta í okkar samfélagi. Þetta sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra í umræðum um hryðjuverkaógn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær.Ólöf sagði að ekki mætti gera lítið úr mikilvægi lögreglunnar víða um heim. Fréttablaðið/ErnirÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem hóf umræðuna, sagði að stíga þyrfti varlega til jarðar hvað aukna löggæsluþörf varðaði. „Við skulum bregðast við aukinni löggæsluþörf ef hún er fyrir hendi en ekki búa hana til á grundvelli afbakaðra staðreynda,“ sagði hann. Ólöf sagði að eina leiðin til að takast á við ógn af þessum toga væri samstillt átak. „Um leið og við tölum um það hversu mikilvægt það er að frelsi okkar sé tryggt þá þurfa ákveðnir hlutir að vera í lagi til að svo sé. Það er enginn vafi á því að löggæsla í hverju landi skiptir máli,“ sagði hún. „Mjög mikilvægt er að gera ekki lítið úr störfum lögreglu í hverju landi fyrir sig.“ Þá kallaði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata eftir skýringu frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um yfirlýsingar sínar í útvarpinu þar sem hann sagði að á meðal flóttamanna leyndust glæpamenn en að stjórnmálamenn þyrðu vart að ræða það af ótta við pólitískan rétttrúnað.Árni Páll sagði að aukin lögreluþörf þyrfti að byggja á rökstuddum grun.Fréttablaðið/GVA„Ætti forsætisráðherra hæstvirtur ekki að fara aðeins varlega hvernig hann ákveður að tjá sig áður en nokkuð liggur fyrir um það hvort einhverjir hryðjuverkamenn hefðu í rauninni smyglað sér inn um landamæri Evrópu?“ Spurði Birgitta. Forsætisráðherra benti á að margar öryggisþjónustur í Evrópu hefðu þegar bent á að samtök á borð við ISIS hafi nýtt sér neyð flóttamanna til að smygla vígamönnum inn um landamæri Evrópu. Sigmundur sagði að hluti af lausn vandans væri að ræða málin út frá staðreyndum. „Ef við viljum halda aftur af öfgahreyfingum á Íslandi og annarsstaðar er besta leiðin sú að ræða hlutina eins og þeir raunverulega eru, annars erum við að hætta á að fólk leiti á vit öfgahreyfinga,“ sagði hann. Samkomulag er á milli stjórnmáaflokkanna á Alþingi að sérstakar umræður fara fram um hryðjuverkaárásirnar í París klukkan 13:30 í dag.
Hryðjuverk í París Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira