Golf

Birgir Leifur spilaði sinn besta hring en er úr leik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birgir Leifur fór illa út úr fyrsta hringnum og náði ekki að vinna sig upp úr honum.
Birgir Leifur fór illa út úr fyrsta hringnum og náði ekki að vinna sig upp úr honum. vísir/daníel
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG spilaði sinn besta hring á lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Spáni í dag en er engu að síður úr leik.

Birgir Leifur spilaði hringinn í dag á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann fékk fjóra fugla og tvo skolla.

Í heildina spilaði Birgir fjóra hringi á þremur höggum yfir pari. Hann spilaði þann fyrsta á fjórum höggum yfir, annan hringinn á pari og var svo á einu höggi yfir pari í gær. Verkefnið fyrir daginn í dag var því risastórt.

Um 70 Kylfingar komast í gegnum niðurskurðinn og spila úrslitahringina tvo, en aðeins 25 fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári sem er sú næst sterkasta í heimi.

Birgir Leifur hefði þurft að spila á sex höggum undir pari í dag til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×