Skoraði og svo varð allt svart Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2015 06:30 Arnór Ingvi Traustason fagnar titlinum á heimavelli fráfarandi meistara í Malmö. vísir/Getty Ný íslensk fótboltastjarna er fædd. Smátt og smátt hefur Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason verið að láta vita af sér í sænsku úrvalsdeildinni, en hann spilaði frábærlega fyrir Norrköping á leiktíðinni sem lauk á laugardaginn. Arnór Ingvi setti kirsuberið á sína eigin köku með því að leggja upp og skora í lokaleiknum gegn fráfarandi Svíþjóðarmeisturum Malmö þegar Norrköping vann titilinn í 13. sinn og það fyrsta síðan 1989. Keflvíkingurinn, sem var að klára sína aðra leiktíð í Svíþjóð, skoraði sjö mörk og varð stoðsendingakóngur í deildinni með tíu stykki. Hann kom í heildina að 17 af 60 mörkum liðsins. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég trúi þessu ekki enn þá. Þetta er það stærsta sem ég hef gert,“ segir glaðbeittur Arnór Ingvi við Fréttablaðið. Þegar blaðamaður heyrði í honum í gær var Arnór kominn á ról eftir meistaraskrall nóttina áður. Verðskuldað skrall! Hann var reyndar búinn að týna hleðslutækinu sínu og hófst viðtalið með batteríið á þremur prósentum. Þurfti því að tala hratt – en örugglega.mynd/ifknorrköpingErum ekkert miðlungslið Arnór Ingvi og félagar voru í efsta sætinu fyrir lokaumferðina með 63 stig, stigi á undan Hjálmari Jónssyni og félögum í Gautaborg og þremur stigum á undan Hauki Heiðari Haukssyni og hans mönnum í AIK. Ljóst var að Íslendingalið yrði meistari. Gautaborg og AIK réðu ekki við pressuna og gerðu jafntefli, en Norrköping fór á einn sterkasta útivöllinn í deildinni og vann Malmö, 2-0. Til viðmiðs vann Malmö úkraínska stórliðið Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á dögunum afar sannfærandi.Sjá einnig:Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Arnóri Ingva | Myndband „Það er ekkert grín að fara á þennan Swedbank-völl. Malmö er gott lið sem vill ekki líta illa út og tapa á heimavelli. Við áttum erfiðasta leikinn en kláruðum þetta,“ segir Arnór Ingvi, en átti Norrköping að eiga séns í ár? „Nei. Okkur var spáð svona áttunda til ellefta sæti. Við áttum að heita miðlungslið en það erum við ekki. Við erum mjög góðir í fótbolta og því var gaman að troða léttum sokk upp í marga.“ Norrköping tók á mikinn sprett þegar tíu leikir voru eftir og vann níu af þeim. „Það var eins og ýtt væri á „ON-takka“. Vélin fór bara að malla og við keyrðum á þetta. Þetta var æðislegt. Ég hef aldrei verið í svona góðu liði,“ segir Arnór Ingvi.Arnór Ingvi skorar annað markið og titillinn tryggður.vísir/gettyMenn í misjöfnu ástandi Keflvíkingurinn innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með öðru marki Norrköping. Hann tók á rás út að hornfána til að fagna en meira man hann ekki. „Ef ég á að vera hreinskilinn varð bara allt svart. Ég skoraði og svona í miðjum fagnaðarlátunum hugsaði ég: „shit, við erum að verða meistarar“. Meira man ég ekki. Þetta var samt ótrúleg tilfinning,“ segir Arnór. Fagnaðarlætin segir hann hafa verið mikil inn í klefa en svo tók við fimm tíma rútuferð frá Malmö til Norrköping. „Þar biðu 25 þúsund manns eftir okkur á torgi í bænum. Við vorum kallaðir upp og það var pínu fjör. Svo var bara farið út á lífið. Við áttum það skilið,“ segir Arnór, en lifðu allir af fimm tíma rútuferð heim í svona miklu stuði? „Menn voru í misjöfnu ástandi. Ég segi ekki meir,“ segir hann og hlær. Arnór er eðlilega kampakátur með eigin frammistöðu í sumar, en hverju þakkar hann að koma að næstum þriðjungi marka meistaraliðsins í Svíþjóð? „Ég lagði rosalega hart að mér og tók hausinn líka alveg í gegn. Ég fékk að kynnast sjálfum mér aðeins betur og það hefur hjálpað mér mikið. Ég æfði vel og er heppinn að vera með þjálfara sem treystir mér og gefur mér rosalega stórt hlutverk. Það er mjög mikilvægt,“ segir Arnór Ingvi sem gaf sitt fyrsta viðtal á sænsku undir lok tímabilsins. „Ég er kominn betur inn í hlutina hérna, lífið og tungumálið. Orðaforðinn er svona í 80 prósentum en ég tala alveg sænsku þó það sé stundum hlegið að mér.“Arnór Ingvi var í U21 árs landsliðinu sem komst í umspil um sæti á EM 2015.vísir/gettyLangar í landsliðið Aðspurður um næsta skref segist Arnór ekki vita hvað tekur við. „Ég hef ekkert spáð í því,“ segir hann. „Það gæti verið gaman að taka slaginn með Norrköping á næsta ári þegar liðið er líka í Meistaradeildinni en ef eitthvað spennandi kemur upp sem ekki er hægt að segja nei við er spennandi að sjá hversu langt maður kemst.“ Hann hefur ekki farið leynt með löngun sína að komast í íslenska landsliðið. Næstu leikir eru gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í þessum mánuði. Það má búast við að Lars og Heimir fari að gefa öðrum tækifæri til að breikka hópinn fyrir EM næsta sumar og Arnór vill fá tækifæri. „Auðvitað langar manni að komast þarna inn eftir þetta tímabil og það mun gerast fljótlega. Ég hef trú á því,“ segir Arnór Ingvi sem verður þó fyrst að spila leikinn um sænska ofurbikarinn gegn Gautaborg um næstu helgi. „Það er alveg geðveikt,“ segir hann kaldhæðinn. „Það nennir enginn að spila þann leik.“ Hann á pantað flug heim til Keflavíkur 17. nóvember en það gæti eitthvað tafist fái hann tækifæri hjá landsliðinu. „Þau plön gætu breyst ef ég kemst í landsliðið....“ Batteríið búið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Ný íslensk fótboltastjarna er fædd. Smátt og smátt hefur Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason verið að láta vita af sér í sænsku úrvalsdeildinni, en hann spilaði frábærlega fyrir Norrköping á leiktíðinni sem lauk á laugardaginn. Arnór Ingvi setti kirsuberið á sína eigin köku með því að leggja upp og skora í lokaleiknum gegn fráfarandi Svíþjóðarmeisturum Malmö þegar Norrköping vann titilinn í 13. sinn og það fyrsta síðan 1989. Keflvíkingurinn, sem var að klára sína aðra leiktíð í Svíþjóð, skoraði sjö mörk og varð stoðsendingakóngur í deildinni með tíu stykki. Hann kom í heildina að 17 af 60 mörkum liðsins. „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég trúi þessu ekki enn þá. Þetta er það stærsta sem ég hef gert,“ segir glaðbeittur Arnór Ingvi við Fréttablaðið. Þegar blaðamaður heyrði í honum í gær var Arnór kominn á ról eftir meistaraskrall nóttina áður. Verðskuldað skrall! Hann var reyndar búinn að týna hleðslutækinu sínu og hófst viðtalið með batteríið á þremur prósentum. Þurfti því að tala hratt – en örugglega.mynd/ifknorrköpingErum ekkert miðlungslið Arnór Ingvi og félagar voru í efsta sætinu fyrir lokaumferðina með 63 stig, stigi á undan Hjálmari Jónssyni og félögum í Gautaborg og þremur stigum á undan Hauki Heiðari Haukssyni og hans mönnum í AIK. Ljóst var að Íslendingalið yrði meistari. Gautaborg og AIK réðu ekki við pressuna og gerðu jafntefli, en Norrköping fór á einn sterkasta útivöllinn í deildinni og vann Malmö, 2-0. Til viðmiðs vann Malmö úkraínska stórliðið Shakhtar Donetsk í Meistaradeildinni á dögunum afar sannfærandi.Sjá einnig:Sjáðu markið og stoðsendinguna hjá Arnóri Ingva | Myndband „Það er ekkert grín að fara á þennan Swedbank-völl. Malmö er gott lið sem vill ekki líta illa út og tapa á heimavelli. Við áttum erfiðasta leikinn en kláruðum þetta,“ segir Arnór Ingvi, en átti Norrköping að eiga séns í ár? „Nei. Okkur var spáð svona áttunda til ellefta sæti. Við áttum að heita miðlungslið en það erum við ekki. Við erum mjög góðir í fótbolta og því var gaman að troða léttum sokk upp í marga.“ Norrköping tók á mikinn sprett þegar tíu leikir voru eftir og vann níu af þeim. „Það var eins og ýtt væri á „ON-takka“. Vélin fór bara að malla og við keyrðum á þetta. Þetta var æðislegt. Ég hef aldrei verið í svona góðu liði,“ segir Arnór Ingvi.Arnór Ingvi skorar annað markið og titillinn tryggður.vísir/gettyMenn í misjöfnu ástandi Keflvíkingurinn innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með öðru marki Norrköping. Hann tók á rás út að hornfána til að fagna en meira man hann ekki. „Ef ég á að vera hreinskilinn varð bara allt svart. Ég skoraði og svona í miðjum fagnaðarlátunum hugsaði ég: „shit, við erum að verða meistarar“. Meira man ég ekki. Þetta var samt ótrúleg tilfinning,“ segir Arnór. Fagnaðarlætin segir hann hafa verið mikil inn í klefa en svo tók við fimm tíma rútuferð frá Malmö til Norrköping. „Þar biðu 25 þúsund manns eftir okkur á torgi í bænum. Við vorum kallaðir upp og það var pínu fjör. Svo var bara farið út á lífið. Við áttum það skilið,“ segir Arnór, en lifðu allir af fimm tíma rútuferð heim í svona miklu stuði? „Menn voru í misjöfnu ástandi. Ég segi ekki meir,“ segir hann og hlær. Arnór er eðlilega kampakátur með eigin frammistöðu í sumar, en hverju þakkar hann að koma að næstum þriðjungi marka meistaraliðsins í Svíþjóð? „Ég lagði rosalega hart að mér og tók hausinn líka alveg í gegn. Ég fékk að kynnast sjálfum mér aðeins betur og það hefur hjálpað mér mikið. Ég æfði vel og er heppinn að vera með þjálfara sem treystir mér og gefur mér rosalega stórt hlutverk. Það er mjög mikilvægt,“ segir Arnór Ingvi sem gaf sitt fyrsta viðtal á sænsku undir lok tímabilsins. „Ég er kominn betur inn í hlutina hérna, lífið og tungumálið. Orðaforðinn er svona í 80 prósentum en ég tala alveg sænsku þó það sé stundum hlegið að mér.“Arnór Ingvi var í U21 árs landsliðinu sem komst í umspil um sæti á EM 2015.vísir/gettyLangar í landsliðið Aðspurður um næsta skref segist Arnór ekki vita hvað tekur við. „Ég hef ekkert spáð í því,“ segir hann. „Það gæti verið gaman að taka slaginn með Norrköping á næsta ári þegar liðið er líka í Meistaradeildinni en ef eitthvað spennandi kemur upp sem ekki er hægt að segja nei við er spennandi að sjá hversu langt maður kemst.“ Hann hefur ekki farið leynt með löngun sína að komast í íslenska landsliðið. Næstu leikir eru gegn Póllandi og Slóvakíu síðar í þessum mánuði. Það má búast við að Lars og Heimir fari að gefa öðrum tækifæri til að breikka hópinn fyrir EM næsta sumar og Arnór vill fá tækifæri. „Auðvitað langar manni að komast þarna inn eftir þetta tímabil og það mun gerast fljótlega. Ég hef trú á því,“ segir Arnór Ingvi sem verður þó fyrst að spila leikinn um sænska ofurbikarinn gegn Gautaborg um næstu helgi. „Það er alveg geðveikt,“ segir hann kaldhæðinn. „Það nennir enginn að spila þann leik.“ Hann á pantað flug heim til Keflavíkur 17. nóvember en það gæti eitthvað tafist fái hann tækifæri hjá landsliðinu. „Þau plön gætu breyst ef ég kemst í landsliðið....“ Batteríið búið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira