Körfubolti

Jón Arnór með fleiri stoðsendingar en stig í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Vísir/EPA
Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska liðinu Valenica héldu sigurgöngu sinni áfram í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld.

Valenica tók þá á móti ítalska liðinu Umana Reyer Venice og vann öruggan 29 stiga sigur, 88-59. Spænska liðið hefur verið á mikilli siglingu í upphafi tímabils og líklegt til afreka í vetur.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson var rólegur í stigaskoruninni í kvöld og lét sér nægja tvö stig á þrettán mínútum.

Jón Arnór var að auki með þrjár stoðsendingar, tvö fráköst og einn stolinn bolta. Hann hitti bara úr 1 af 5 skotum sínum þar af klikkaði hann á báðum þriggja stiga skotunum sínum.

Rafa Martinez var stigahæstur hjá Valencia með 16 stig og Bojan Dublkevic skoraði 15 stig.

Valencia varð þarna fyrsta liðið í Euro Cup Evrópukeppninni til að vinna fjóra sigri í riðlakeppninni. Liðið er nú eitt á toppi C-riðilsins.


Tengdar fréttir

Jón Arnór með átta stig í sigri Valencia

Jón Arnór Stefánsson gerði átta stig fyrir Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag en liðið hafði betur gegn Estudiantes, 81-73.

Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM

Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×