Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Birgir Olgeirsson, Snærós Sindradóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. nóvember 2015 12:17 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í morgun bar hjúkrunarfræðingurinn vitni og lýsti því sem gerðist þegar maður dó óvænt á Landspítalanum í október árið 2012. Konan neitar sök í málinu. Fram kom í máli hennar að umrædd vakt var önnur vaktin hennar í röð og var um kvöldvakt að ræða. Hún var á flakki á milli deilda spítalans þar sem mikið var að gera en maðurinn var á gjörgæslu spítalans. Konan lýsti því að hún hefði ekki kannað svokallaðan vaktara (mónitor) þegar hún mætti á vaktina þar sem hún komst ekki að honum því eiginkona mannsins sat við hann. Grunlaus fyrstu 12 tímana en fékk svo taugaáfall Fannst hjúkrunarfræðingnum mikilvægara að leyfa konunni að sitja áfram við hlið mannsins í stað þess að reka hana úr sæti sínu og minnti á það fyrir dómi að starf heilbrigðisstarfsfólks fælist ekki bara í því að sinna sjúklingum heldur einnig aðstandendum. Daginn eftir að maðurinn lést, eða um tólf tímum síðar, var hjúkrunarfræðingurinn kallaður á fund á spítalanum. Sagði hún að henni hefði ekki þótt það óeðlilegt þar sem venjan er að fara yfir hlutina í kjölfar óvænts dauðfalls. „En þegar ég kem þarna þá skynja ég að það er skrýtið andrúmsloft inni á skrifstofunni. Ég er beðin um að fara yfir vaktina sem ég geri en síðan er ég spurð út í loftið í kraganum og ég bara man það ekki. Þarna byrja samt sjálfsásakanirnar og ég fæ taugaáfall þarna á staðnum,“ sagði konan fyrir dómi í dag en hún er meðal annars ákærð fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraga þegar hún losaði manninn úr öndunarvél. Kvaðst hún hafa verið í taugaáfalli þegar hún gaf fyrstu skýrslu hjá lögreglu. „Það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur“ Aðspurð um verklagsreglur á spítalanum við vaktaskipti sagði hjúkrunarfræðingurinn að alltaf væri farið yfir ákveðinn lista þegar mætt væri á vaktina og hún hefði gert það í þessu tilfelli. Það tók greinilega mikið á konuna að bera vitni fyrir dómi. Hún brast í grát og lýsti þeim áhrifum sem málið hefði haft á hana og hennar líf. „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár. Hjónabandið mitt er ónýtt og barnið mitt sem er tólf ára hefur átt mjög erfitt. Mig hefur oft langað til að deyja,“ sagði hún og bætti við stuttu síðar: „Ímyndaðu þér að vera góð og heiðarleg manneskja og þú lendir í því að þú telur að einhver hafi dáið af þínum völdum, út af einhverju sem þú hefur gert. Þú ferð í tölvuert áfall. Ég er hjúkrunarfræðingur af ástæðu. Það gefur mikið að vera góð við aðrar manneskjur og það er ekki út af laununum sem ég er hjúkrunarfræðingur.“ Konan er enn að vinna á dagvöktum á Landspítalanum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Tengdar fréttir Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02 Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46 Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Sjá meira
Segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum mikið áfall Forstjóri Landspítalans segir ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi á spítalanum vera mikið áfall. Hún valdi straumhvörfum og skapi óvissu í störfum heilbrigðisstarfsmanna. 5. júlí 2014 13:02
Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp Hinum ákærða hefur þegar verið úthlutað lögfræðingi ásamt því að Landspítalinn mun hafa sinn eigin lögmann. 21. maí 2014 10:46
Heilbrigðisstarfsmenn uggandi vegna ákæru um manndráp Fagfólk og aðstandandi sjúklings óttast breytt viðhorf og meiri þöggun um mistök vegna ákærunnar 22. maí 2014 07:00