Helena og Guðbjörg: Var svolítið spes Ingvi Þór Sæmundsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. nóvember 2015 21:15 Helena hafði betur gegn Guðbjörgu í kvöld. vísir/anton Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur mættust í fyrsta sinn í deildarleik þegar Valur og Haukar leiddu saman hesta sína í Domino's deild kvenna í kvöld. Haukar, með Helenu í broddi fylkingar, höfðu betur, 73-79, en sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. "Þetta var gaman en samt svolítið spes," sagði Helenu aðspurð hvernig það hafi verið að spila á móti litlu systur. "Ég hef alltaf haldið með henni og viljað að henni gangi vel þannig að það var pínu skrítið að þjálfa og spila á móti henni," sagði Helena sem er einn þriggja þjálfara Hauka, auk þess að spila með liðinu. Guðbjörg segir að stemmningin á vellinum hafi aldrei orðið vandræðaleg í kvöld. "Nei, alls ekki. Við kunnum alveg að vera vinkonur, hvort sem það er innan eða utan vallar. Það var auðvelt að skipta á milli," sagði Guðbjörg sem lauk leik með 12 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Munurinn var aðeins eitt stig í hálfleik, 35-36, en í 3. leikhluta höfðu Haukar mikla yfirburði og náðu góðri forystu sem þeir létu ekki af hendi þrátt fyrir ágætis endasprett hjá Val. "Þær komust einhverjum 10-15 stigum yfir og við gáfumst eiginlega upp og hættum að stíga út," sagði Guðbjörg. Helena var sammála blaðamanni um að 3. leikhlutinn í kvöld væri einn sá besti hjá Haukaliðinu í ár. "Við höfum ekki skotið vel en þegar þristarnir detta lítur þetta ótrúlega vel út. Við vorum duglegar að sækja inn í teiginn og setja boltann aftur út. Við sýndum líka frábæra baráttu og gerðum mjög vel í kvöld," sagði Helena en Haukar tóku 18 sóknarfráköst gegn átta hjá Val. "Mér fannst samt vera kaflar í 2. og 4. leikhluta þar sem við vorum alls ekki nógu góðar. Við viljum frekar vera stöðugar en upp og niður. En við erum alltaf að taka skref fram á við," sagði Helena var með þrennu í kvöld; 16 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Haukar hafa unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa. En er eitthvað lið sem getur stöðvað Haukahraðlestina? "Já, já. Þetta þarf að koma frá okkur og við þurfum að sækja þessa sigra. Þetta er ekki búið fyrr lokaflautið gellur," sagði Helena að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira