Mikil bílasala á Ítalíu og Spáni Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2015 14:11 Bílaumferð á Spáni. Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Það er ekki bara hérlendis sem bílasala er með ágætum því í S-Evrópulöndunum Ítalíu og Spáni gekk bílasala mjög vel og í Frakklandi varð einnig lítillegur vöxtur. Á Ítalíu, sem er fjórða stærsta bílasöluland álfunnar var 8,5% vöxtur og þar seldust 132.929 bílar í mánuðinum. Þar í landi var mjög góð sala í Fiat/Chrysler bílum og í þýsku lúxusbílamerkjunum. Á Ítalíu hefur flesta mánuði ársins verið meira en 10% vöxtur og því er ef til vill aðeins að hægja á sölunni. Sala Mercedes Benz og BMW á Ítalíu jókst um 27% í október og sala Audi um 18% og er þessi góða sala lúxusbíla til merkis um batnandi efnahag í landinu. Á Spáni jókst bílasala um 5,2% í október og þar seldust 80.005 bílar. Er það besti október þar á landi frá 2009 og 26. mánuðurinn í röð þar sem vöxtur er í bílasölu. Í Frakklandi var 0,6% vöxtur en hafa verður í huga að í október í ár voru tveimur færri bílasöludagar en í október í fyrra. Salan í mánuðinum á undan, í september, var 26% meiri en árið á undan.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent