Hlín Einars: „Gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 5. nóvember 2015 15:00 Hlín Einarsdóttir segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar Malínar Brand í viðtali við Stundina í dag. Mynd/Ólafur Harðarson Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“ Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Hlín Einarsdóttir, sem játað hefur að hafa reynt að kúga átta milljónir úr hendi forsætisráðherra í sumar, segist sorgmædd yfir orðum systur sinnar í Stundinni í dag. Í viðtali við blaðið segir Malín, sem einnig er grunuð í málinu, að systir sín hafi ein skipulagt verknaðinn. Malín Brand segist ekki vera glæpamaður.Vísir„Ég hef ekki brotið vísvitandi af mér en játaði þau mistök að stöðva ekki systur mína,“ segir Malín meðal annars í viðtalinu, þar sem hún segist ekki vera glæpamaður og að hún hafi verið samstarfsfús við rannsókn málsins. „Glæpur minn er sá að vera meðvirk geðveikri systur minni.“ Sorgmædd vegna systur sinnar Hlín er á öðru máli. „Það gerir mig afar sorgmædda að sjá með hvaða hætti systir mín firrir sig ábyrgð og aðild á skjön við staðreyndir og rannsóknargögn sem liggja fyrir,“ segir Hlín í samtali við Vísi. „Verði gefin út ákæra í málunum þá munu gögn sýna fram á annað en það sem hún heldur fram.“ Hlín segist sannfærð um að gögn málsins muni sína hið rétta í málinu. „Ég tel ekki svaravert að ræða þær ásakanir sem hún ber á mig í viðtali við Stundina né hennar frásögn af málavöxtu en legg á það ríka áherslu að staðreyndir og sannleikurinn er skjalfestur og kemur í ljós að lokum,“ segir hún.Talar ekki illa um Björn Inga Í viðtalinu við Stundina segir Malín að frétt Smartlands af trúlofun Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamógúls hafi orðið þess valdandi að Hlín hafi farið að skipuleggja fjárkúgunina. Hlín segist óska Birni Inga hamingjuríkrar framtíðar.Vísir/Ernir„Systir mín sá þessa frétt og það varð kveikjan að þessu máli. Fréttin fór óskaplega fyrir brjóstið á henni og hún brotnaði niður,“ segir Malín í Stundinni. Þessu hafnar Hlín hins vegar með öllu. „Hvað Björn Inga varðar hef ég aldrei nokkurn tíma talað illa um hann og óska honum hamingjuríkrar framtíðar í sínu nýja lífi,“ segir hún.Málið hjá saksóknara Lögreglan kláraði rannsókn málsins í vikunni og staðfesti Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi að málið yrði sent til ríkissaksóknara fljótlega. Þar verður ákvörðun tekin um hvort systurnar verði ákærðar í málinu. Hlín segir líf sitt hafa breyst mikið en hún opnaði sig í viðtali við DV í sumar um geðsjúkdóm sinn. „Líf mitt hefur tekið algerum stakkaskiptum undanfarna mánuði og ég hef unnið markvisst með góðu fólki að því að gera líf mitt betra og heilsusamlegra á allan hátt,“ segir hún. „Ég óska systur minn góðs gengis í framtíðinni og ber engan kala til hennar.“
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Tengdar fréttir Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52 Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Rannsókn fjárkúgunarmálsins lokið Málið verður sent ríkissaksóknara í vikunni. 4. nóvember 2015 10:52
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent