Guðrún frá Lundi, Dísa ljósálfur og pönk á Patró Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 09:13 Hópurinn sem stendur að ráðstefnunni. Steinunn Inga er númer tvö frá hægri í fremstu röð. „Við viljum fá áheyrendur til að bráðna fyrir stuttum og snjöllum erindum okkar um margvísleg málefni,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir glaðlega. Hún er ein þeirra tuttugu og tveggja meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem halda málþingi í dag milli klukkan 13 og 17 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, nánar tiltekið í salnum Bratta. Þau kalla það Menningarbræðing. „Hver og einn heldur fimm mínútna erindi um sitt nördalega sérsvið,“ lýsir Steinunn Inga og nefnir sem dæmi matjurtaræktun í Reykjavík fyrr og nú, óperu um Dísu ljósálf, pönk á Patró, skreytingu Baltasars í Flateyjarkirkju, ólöglegt niðurhal, eskimóa í ólgusjó, bókasöfn Lundúnaborgar og Guðrúnu frá Lundi. En hvað valdi Steinunn sjálf sem umræðuefni? „Ég ætla að segja frá Magnúsi Stephensen konferensráði og sjóferð hans til Kaupmannahafnar haustið 1825. Ég skrifaði meistararitgerð um ferðasögur Íslendinga frá upphafi til 1835 og Magnús er svo skemmtileg týpa, því það eru á honum svo margar hliðar. Hann gat verið mikið merkikerti og snobbhæna en svo gat hann verið mildur og mjúkur líka. Magnús kemur við sögu í nýju bókinni hans Einars Más, Hundadögum, þannig að ég vitna í heimildir frá upphafi ferðar til ársins 2015.“ Steinunn Inga segir það lið í náminu að nemendur haldi svona ráðstefnu einu sinni á vetri, og leggi þar hver og einn sitt af mörkum. „Maður þarf að kjarna sig til að koma efni frá sér á skilmerkilegan en fjörlegan hátt á fimm mínútum,“ segir hún og kveðst afar ánægð í hagnýtri menningarmiðlun. „Þar er glímt fræðilega við menningararfinn og menningarpólitíkin er krufin. Svo er hópurinn frábær og kennararnir líka og búið að vera brjálað að gera það sem af er vetri,“ segir hún. En býst hún við að það verði jafn brjálað að gera þegar náminu lýkur? „Það vona ég en veltur kannski svolítið á manni sjálfum. Mikið er orðið um sjónræna miðlun og við tökum námskeið í að búa til stuttmyndir, heimildarmyndir og vefi. Það er heilmikil kúnst að koma menningunni út til fólks og gera hana aðgengilega.“ Steinunn segir alla velkomna að líta inn í Bratta í dag hvenær sem er að hlusta á valin erindi, fá sér kaffibolla og kleinu og tekur fram að ókeypis sé inn. Dagskrána má sjá hér. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við viljum fá áheyrendur til að bráðna fyrir stuttum og snjöllum erindum okkar um margvísleg málefni,“ segir Steinunn Inga Óttarsdóttir glaðlega. Hún er ein þeirra tuttugu og tveggja meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands sem halda málþingi í dag milli klukkan 13 og 17 í húsnæði HÍ við Stakkahlíð, nánar tiltekið í salnum Bratta. Þau kalla það Menningarbræðing. „Hver og einn heldur fimm mínútna erindi um sitt nördalega sérsvið,“ lýsir Steinunn Inga og nefnir sem dæmi matjurtaræktun í Reykjavík fyrr og nú, óperu um Dísu ljósálf, pönk á Patró, skreytingu Baltasars í Flateyjarkirkju, ólöglegt niðurhal, eskimóa í ólgusjó, bókasöfn Lundúnaborgar og Guðrúnu frá Lundi. En hvað valdi Steinunn sjálf sem umræðuefni? „Ég ætla að segja frá Magnúsi Stephensen konferensráði og sjóferð hans til Kaupmannahafnar haustið 1825. Ég skrifaði meistararitgerð um ferðasögur Íslendinga frá upphafi til 1835 og Magnús er svo skemmtileg týpa, því það eru á honum svo margar hliðar. Hann gat verið mikið merkikerti og snobbhæna en svo gat hann verið mildur og mjúkur líka. Magnús kemur við sögu í nýju bókinni hans Einars Más, Hundadögum, þannig að ég vitna í heimildir frá upphafi ferðar til ársins 2015.“ Steinunn Inga segir það lið í náminu að nemendur haldi svona ráðstefnu einu sinni á vetri, og leggi þar hver og einn sitt af mörkum. „Maður þarf að kjarna sig til að koma efni frá sér á skilmerkilegan en fjörlegan hátt á fimm mínútum,“ segir hún og kveðst afar ánægð í hagnýtri menningarmiðlun. „Þar er glímt fræðilega við menningararfinn og menningarpólitíkin er krufin. Svo er hópurinn frábær og kennararnir líka og búið að vera brjálað að gera það sem af er vetri,“ segir hún. En býst hún við að það verði jafn brjálað að gera þegar náminu lýkur? „Það vona ég en veltur kannski svolítið á manni sjálfum. Mikið er orðið um sjónræna miðlun og við tökum námskeið í að búa til stuttmyndir, heimildarmyndir og vefi. Það er heilmikil kúnst að koma menningunni út til fólks og gera hana aðgengilega.“ Steinunn segir alla velkomna að líta inn í Bratta í dag hvenær sem er að hlusta á valin erindi, fá sér kaffibolla og kleinu og tekur fram að ókeypis sé inn. Dagskrána má sjá hér.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið