Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. október 2015 08:00 Vinnusálfræðingur ræddi við yfirstjórn embættis lögreglustjóra í Reykjavík og fjölda lögreglumanna. vísir/pjetur Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels