Enginn enn haft samband við foreldra Evu Maríu: „Væri sáttari við að vita hvað gerðist“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 13:12 Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“ Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Foreldrar Evu Maríu Þorvarðardóttur hafa enn ekki fengið upplýsingar um þá atburði sem leiddu til þess að dóttir þeirra fannst látin í eftirpartýi í vesturbæ Reykjavíkur 16. nóvember árið 2013. Banamein Evu var margfaldur skammtur af eiturlyfinu MDMA en ár er liðið síðan foreldrarnir sögðu sögu hennar í fréttaskýringaþættinum Brestum á Stöð 2. Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Í Brestum sögðu foreldrar Evu Maríu að enginn af þeim sem hefði verið í umræddu eftirpartýi hefði talað rætt við þau og sagt frá því hvað hefði gerst þetta kvöld.Sjáðu einnig: Enginn úr MDMA partýinu sagt foreldrunum hvað gerðist Vísir ræddi við foreldra Evu Maríu vegna málsins í dag. Þau segjast enn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um þá atburði sem leiddu til dauða dóttur þeirra. Enginn af gestunum í partýinu, sem skiptu tugum, hafi haft samband við þau.Hafa ekki heyrt frá neinum „Það hefur ekkert nýtt komið fram í þessu og við höfum ekki heyrt frá neinum sem var í þessari veislu, sem mér skilst að hafi verið á milli fjörutíu til fimmtíu manns á tímabili. Við vitum þar af leiðandi akkúrat ekkert nema það sem okkur er sagt af lögreglunni. Mér eflaust myndi ekki líða betur en ég væri sáttari við að vita hvað gerðist og hvað var um að vera þarna, heldur en bara að fá þetta frá embættismönnum sem koma bara að málum til að rannsaka þau,“ segir Þorvarður Helgason, faðir Evu Maríu. Þorvarður sagði í Brestum í fyrra að hann vilji alltaf ræða mál dóttur sinnar ef það vekur fólk til umhugsunar um þessi mál.„Búin að horfa á eftir barninu okkar“ „Við erum náttúrlega búin að horfa á eftir barninu okkar. Ég hef alltaf viljað tjá mig um þetta mál og segja söguna eins og hún er. Ef það getur orðið til þess að ég fái einhvern til að hugsa sinn gang, sem er með þá hugsun að hann langar að prófa, eða er byrjaður að fikta, þá geta þetta verið afleiðingarnar. En þú getur líka sloppið, en þá ertu bara heppinn,“ sagði Þorvarður. Í samtali við Vísi segir Þorvarður að hann viti til þess að ungir krakkar falli enn fyrir þessu. „Maður veit að það eru enn þá ungir krakkar sem eru að falla fyrir þessu og mér finnst þetta stundum þannig þegar er talað um þessi efni að þetta sé bara tíska og þetta sé bara í lagi, en veruleikinn er annar.“
Tengdar fréttir Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23 Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Sjá meira
Aukin neysla á MDMA: Verðmæti efnisins í Norrænu hleypur á hundruðum milljóna Neysla á fíkniefninu MDMA hefur aukist hér á landi eftir hrun. Þetta segir yfirlæknir á Vogi en reynt var að flytja áttatíu kíló af efninu til landsins í síðustu viku. 15. september 2015 14:23
Saksóknari í máli hollensku móðurinnar: „Þessi mál fara að sprengja refsirammann“ Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, segir þungan dóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun hafa komið sér að sumu leyti á óvart en að öðru ekki. 8. október 2015 11:47