Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2015 15:31 Telati-fjölskyldan er frá Albaníu en mál þeirra hefur vakið athygli að undanförnu eftir að í ljós kom að börnin fengu ekki inn í skóla en horfðu löngunaraugum á skólalóðina út um gluggann í íbúð sinni. Vísir/Vilhelm „Albanir hafa sömu möguleika á að sækja um og fá dvalarleyfi hér á landi og aðrar ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Um slíkar umsóknir gilda, hér á landi eins og víðast hvar annars staðar, lög og reglur sem verður að fylgja og hvað þetta varðar verður Útlendingastofnun að gæta jafnræðis. Ekki er hægt að komast í kringum þessar reglur með því að sækja um hæli sem flóttamaður.“ Þetta segir Útlendingastofnun í frétt á vefsíðu sinni sem birt var i dag. Þar gerir stofnunin hælisumsóknir Albana að umtalsefni sínu. Mál albanskrar fjölskyldu hefur verið áberandi að undanförnu en rúmlega tíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að fjölskyldunni verði veitt hæli hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli á föstudag. Sjá einnig: Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“Útlendingastofnun synjaði hælisumsókn albanskrar fjölskyldu nýverið.„Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans.“Hælisleitendur frá Albaníu áberandi á Íslandi Stofnunin segir efnahagslegar aðstæður ekki fela í sér aðsteðjandi hættu og að bæði alþjóðasáttmálar og lög séu skýr um það efni. „Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi.“ „Á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“ Stofnunin segir það algengt að fólk segist ekki vera í neinni hættu og sæki um hæli sem flóttafólk vegna þess að það vantar atvinnu eða býr við slök lífskjör. „Telji fólk sig í hættu eru lögregla og yfirvöld í Albaníu í langflestum tilfellum fullfær um að veita viðeigandi aðstoð.“ Því eigi stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara ekki rétt á sér. Hins vegar horfi öðruvísi við séu þær aðstæður uppi að albanskur ríkisborgari sé í hættu í heimalandi sínu og eigi ekki möguleika á vernd. Þá sé honum eða henni veitt alþjóðleg vernd hér á landi eins og lög og alþjóðasáttmálar mæla fyrir um. „Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ Illugi Jökulsson setti af stað fyrrnefnda undirskriftarsöfnun. Hann hyggst afhenda undirskriftirnar tíu þúsund á morgun klukkan tíu.Hér má lesa umfjöllun Útlendingastofnunar í heild sinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
„Albanir hafa sömu möguleika á að sækja um og fá dvalarleyfi hér á landi og aðrar ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins. Um slíkar umsóknir gilda, hér á landi eins og víðast hvar annars staðar, lög og reglur sem verður að fylgja og hvað þetta varðar verður Útlendingastofnun að gæta jafnræðis. Ekki er hægt að komast í kringum þessar reglur með því að sækja um hæli sem flóttamaður.“ Þetta segir Útlendingastofnun í frétt á vefsíðu sinni sem birt var i dag. Þar gerir stofnunin hælisumsóknir Albana að umtalsefni sínu. Mál albanskrar fjölskyldu hefur verið áberandi að undanförnu en rúmlega tíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að fjölskyldunni verði veitt hæli hér á landi. Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli á föstudag. Sjá einnig: Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“Útlendingastofnun synjaði hælisumsókn albanskrar fjölskyldu nýverið.„Til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd, því að teljast flóttafólk og eiga rétt á hæli að lögum og samkvæmt alþjóðasáttmálum þarf fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu. Þetta leiðir bæði af flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum sem sett eru á grundvelli hans.“Hælisleitendur frá Albaníu áberandi á Íslandi Stofnunin segir efnahagslegar aðstæður ekki fela í sér aðsteðjandi hættu og að bæði alþjóðasáttmálar og lög séu skýr um það efni. „Flóttamanna- og hæliskerfið er neyðarkerfi, ætlað fólki sem óttast um líf sitt og frelsi.“ „Á undanförnum árum hafa hælisleitendur frá Albaníu verið afar áberandi á Íslandi en fyrirliggjandi upplýsingar og mannréttindaskýrslur eru samhljóða um að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki þar sem hvorki er stríðsástand né ógnarstjórn. Mannréttindi eru almennt virt og eftirfylgni við glæpi og afbrot er góð þrátt fyrir að enn sé umbóta þörf á sumum sviðum. Albönsk yfirvöld eru fær um að vernda borgara sína og veita þeim aðstoð.“ Stofnunin segir það algengt að fólk segist ekki vera í neinni hættu og sæki um hæli sem flóttafólk vegna þess að það vantar atvinnu eða býr við slök lífskjör. „Telji fólk sig í hættu eru lögregla og yfirvöld í Albaníu í langflestum tilfellum fullfær um að veita viðeigandi aðstoð.“ Því eigi stór hluti umsókna albanskra ríkisborgara ekki rétt á sér. Hins vegar horfi öðruvísi við séu þær aðstæður uppi að albanskur ríkisborgari sé í hættu í heimalandi sínu og eigi ekki möguleika á vernd. Þá sé honum eða henni veitt alþjóðleg vernd hér á landi eins og lög og alþjóðasáttmálar mæla fyrir um. „Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ Illugi Jökulsson setti af stað fyrrnefnda undirskriftarsöfnun. Hann hyggst afhenda undirskriftirnar tíu þúsund á morgun klukkan tíu.Hér má lesa umfjöllun Útlendingastofnunar í heild sinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37