Metsala Kia á fyrstu níu mánuðum ársins Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 08:45 Kia Sorento jeppinn. Kia Motors heldur áfram að slá sölumet á árinu. Suður-kóreski bílaframleiðandinn seldi alls 295.140 bíla í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur aldrei selt fleiri bíla á því tímabili í sögu fyrirtækisins. Kia setti einnig sölumet á þriðja ársfjórðungi og jókst salan þá um 9,7%. Kia seldi í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins meira en 200 þúsund bíla á fyrri helmingi ársins. Sala Kia í Evrópu hefur aukist um 8,3% á þessu ári. ,,Það er mjög ánægjulegt að sjá sölu Kia bíla í Evrópu halda áfram að aukast og fara fram úr okkar björtustu vonum. Loforð Kia um að bjóða upp á gæði, flotta hönnun og 7 ára ábyrgð á bílum sínum sem og framúrskarandi þjónustu hefur greinilega mjög góð áhrif á kaupendur um alla Evrópu sem og víðar um heiminn,” segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bretland er sem fyrr stærsti markaður Kia í Evrópu og þar á eftir koma Þýskaland og Spánn. Á Íslandi er hlutdeild Kia 9,4% og er það hæsta markaðshludeild Kia í Evrópu. Kia er annað mest selda merkið hér á landi en alls hafa selst um 1.088 Kia bílar á fyrstu níu mánuðum ársins hér á landi. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent
Kia Motors heldur áfram að slá sölumet á árinu. Suður-kóreski bílaframleiðandinn seldi alls 295.140 bíla í Evrópu á fyrstu níu mánuðum ársins og hefur aldrei selt fleiri bíla á því tímabili í sögu fyrirtækisins. Kia setti einnig sölumet á þriðja ársfjórðungi og jókst salan þá um 9,7%. Kia seldi í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins meira en 200 þúsund bíla á fyrri helmingi ársins. Sala Kia í Evrópu hefur aukist um 8,3% á þessu ári. ,,Það er mjög ánægjulegt að sjá sölu Kia bíla í Evrópu halda áfram að aukast og fara fram úr okkar björtustu vonum. Loforð Kia um að bjóða upp á gæði, flotta hönnun og 7 ára ábyrgð á bílum sínum sem og framúrskarandi þjónustu hefur greinilega mjög góð áhrif á kaupendur um alla Evrópu sem og víðar um heiminn,” segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors í Evrópu. Bretland er sem fyrr stærsti markaður Kia í Evrópu og þar á eftir koma Þýskaland og Spánn. Á Íslandi er hlutdeild Kia 9,4% og er það hæsta markaðshludeild Kia í Evrópu. Kia er annað mest selda merkið hér á landi en alls hafa selst um 1.088 Kia bílar á fyrstu níu mánuðum ársins hér á landi.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent