Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Snærós Sindradóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Útlendingastofnun vill ekki veita konunni landvistarleyfi sjálfkrafa við hjúskapinn vegna gruns þeirra um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun fór þess á leit við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks frá Víetnam tveimur mánuðum áður en stofnunin fékk fólkið í viðtal til sín. Starfsfólk Útlendingastofnunar telur að hjónabandið sé til málamynda. Hjónin kynntust þegar konan kom hingað til lands tímabundið snemma árs 2013, hún er 22 ára gömul og á fjölskyldu hér á landi. Maðurinn hefur verið hér frá barnsaldri og hefur varanlegt landvistarleyfi. Konan varð barnshafandi síðla árs 2013 og í kjölfarið giftu þau sig í lok desember það sama ár. Dóttir þeirra fæddist í september 2014. Þegar Útlendingastofnun sendi ósk um rannsókn til lögreglu, í desember 2014, byggði hún grun sinn á myndbandi úr brúðkaupi þeirra hjóna. Stofnunin dró þær ályktanir að brúðurinni liði afar illa í brúðkaupinuBjörg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónannaMynd/aðsendRúmum tveimur mánuðum seinna, í febrúar, voru hjónin boðuð til viðtals hjá Útlendingastofnun þar sem farið var yfir þeirra hagi. Fimm mánuðum eftir það, eða í júní á þessu ári, fengu þau svo bréf frá stofnuninni þar sem því er lýst að enn sé talið að hjónaband þeirra sé til málamynda. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram feitletrað að upplýsingar frá hjónunum virðist vera rangar en það geti varðað sektum eða fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hjónin hafa svarað ásökunum Útlendingastofnunar meðal annars með því að konunni hafi andlega liðið mjög vel í brúðkaupi sínu. Hún var aftur á móti komin mánuð á leið með meðgöngu og barðist við heiftarlega ógleði og aðra meðgöngukvilla. Þá er það þeirra skoðun að misræmi í frásögn þeirra skýrist af túlkunarvanda og menningarmun á milli landanna. Til dæmis tíðkist í Víetnam að brúðgumi borgi fyrir brúðkaup og þar í landi sæmi það ekki brúður að spyrja nákvæmlega hvernig hann fjármagnar það. Það skýri hvers vegna brúðurin gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um fjármögnun brúðkaupsins, sem var veglegt miðað við efni þeirra hjóna. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu í desember 2014 segir líka: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg en maðurinn hennar óframfærinn.“ Ekki kemur fram hvernig Útlendingastofnun varð sér úti um þessar upplýsingar frá Landspítalanum en þær byggja á heimsóknum hjónanna til spítalans þegar konan fæddi barn þeirra og líklega í aðdraganda hennar, við fósturskimun. Faðirinn var viðstaddur fæðinguna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var enginn túlkur viðstaddur fæðinguna og því erfitt fyrir konuna að tjá sig við ljósmæður. „Útlendingastofnun hefur ekki sömu rannsóknarheimildir og lögreglan. Mér leikur forvitni á að vita hvernig stofnunin komst yfir upplýsingar um umbjóðanda minn frá Landspítalanum,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Hún spyr: „Hver á landspítalanum svaraði því svo að hún væri ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn? Ég tel að það sé með öllu óheimilt að ræða á þennan máta um sjúklinga, hvað þá við þriðja aðila á borð við Útlendingastofnun.“ Björg gefur lítið fyrir hugmyndir Útlendingastofnunar um að um málamyndahjónaband sé að ræða. Umbjóðendur hennar séu ástfangið par og nýbakaðir foreldrar. „Að halda því fram að hjónaband þeirra sé sviðsett er ekkert nema fyrirsláttur og kemur í veg fyrir að umbjóðandi minn og nánasta fjölskylda hennar fái notið réttinda hér á landi.“ Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar við gerð fréttarinnar. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Landspítalann vegna málsins kom starfsfólk af fjöllum. „Við könnumst ekki við þetta mál. Sú tilkynningarskylda sem við höfum á Landspítalanum samkvæmt lögum er til barnaverndaryfirvalda,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans. Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Útlendingastofnun fór þess á leit við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að hún hæfi rannsókn á hjónabandi fólks frá Víetnam tveimur mánuðum áður en stofnunin fékk fólkið í viðtal til sín. Starfsfólk Útlendingastofnunar telur að hjónabandið sé til málamynda. Hjónin kynntust þegar konan kom hingað til lands tímabundið snemma árs 2013, hún er 22 ára gömul og á fjölskyldu hér á landi. Maðurinn hefur verið hér frá barnsaldri og hefur varanlegt landvistarleyfi. Konan varð barnshafandi síðla árs 2013 og í kjölfarið giftu þau sig í lok desember það sama ár. Dóttir þeirra fæddist í september 2014. Þegar Útlendingastofnun sendi ósk um rannsókn til lögreglu, í desember 2014, byggði hún grun sinn á myndbandi úr brúðkaupi þeirra hjóna. Stofnunin dró þær ályktanir að brúðurinni liði afar illa í brúðkaupinuBjörg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónannaMynd/aðsendRúmum tveimur mánuðum seinna, í febrúar, voru hjónin boðuð til viðtals hjá Útlendingastofnun þar sem farið var yfir þeirra hagi. Fimm mánuðum eftir það, eða í júní á þessu ári, fengu þau svo bréf frá stofnuninni þar sem því er lýst að enn sé talið að hjónaband þeirra sé til málamynda. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram feitletrað að upplýsingar frá hjónunum virðist vera rangar en það geti varðað sektum eða fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Hjónin hafa svarað ásökunum Útlendingastofnunar meðal annars með því að konunni hafi andlega liðið mjög vel í brúðkaupi sínu. Hún var aftur á móti komin mánuð á leið með meðgöngu og barðist við heiftarlega ógleði og aðra meðgöngukvilla. Þá er það þeirra skoðun að misræmi í frásögn þeirra skýrist af túlkunarvanda og menningarmun á milli landanna. Til dæmis tíðkist í Víetnam að brúðgumi borgi fyrir brúðkaup og þar í landi sæmi það ekki brúður að spyrja nákvæmlega hvernig hann fjármagnar það. Það skýri hvers vegna brúðurin gat ekki gefið nákvæmar upplýsingar um fjármögnun brúðkaupsins, sem var veglegt miðað við efni þeirra hjóna. Í bréfi Útlendingastofnunar til lögreglu í desember 2014 segir líka: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg en maðurinn hennar óframfærinn.“ Ekki kemur fram hvernig Útlendingastofnun varð sér úti um þessar upplýsingar frá Landspítalanum en þær byggja á heimsóknum hjónanna til spítalans þegar konan fæddi barn þeirra og líklega í aðdraganda hennar, við fósturskimun. Faðirinn var viðstaddur fæðinguna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins var enginn túlkur viðstaddur fæðinguna og því erfitt fyrir konuna að tjá sig við ljósmæður. „Útlendingastofnun hefur ekki sömu rannsóknarheimildir og lögreglan. Mér leikur forvitni á að vita hvernig stofnunin komst yfir upplýsingar um umbjóðanda minn frá Landspítalanum,“ segir Björg Valgeirsdóttir, lögmaður hjónanna. Hún spyr: „Hver á landspítalanum svaraði því svo að hún væri ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn? Ég tel að það sé með öllu óheimilt að ræða á þennan máta um sjúklinga, hvað þá við þriðja aðila á borð við Útlendingastofnun.“ Björg gefur lítið fyrir hugmyndir Útlendingastofnunar um að um málamyndahjónaband sé að ræða. Umbjóðendur hennar séu ástfangið par og nýbakaðir foreldrar. „Að halda því fram að hjónaband þeirra sé sviðsett er ekkert nema fyrirsláttur og kemur í veg fyrir að umbjóðandi minn og nánasta fjölskylda hennar fái notið réttinda hér á landi.“ Ekki náðist í Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar við gerð fréttarinnar. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Landspítalann vegna málsins kom starfsfólk af fjöllum. „Við könnumst ekki við þetta mál. Sú tilkynningarskylda sem við höfum á Landspítalanum samkvæmt lögum er til barnaverndaryfirvalda,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.
Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira