Körfubolti

Jón Arnór stal boltanum þrisvar af gömlu félögunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson í leik með landsliðinu á Eurobasket.
Jón Arnór Stefánsson í leik með landsliðinu á Eurobasket. Vísir/Getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia Basket unnu öruggan 19 stiga sigur á CAI Zaragoza í Eurocup í kvöld í uppgjöri tveggja spænskra liða sem Jón Arnór þekkir mjög vel.

Jón Arnór Stefánsson spilaði í tæpar 17 mínútu í leiknum og var með 6 stig og 3 stolna bolta en hann hitti úr 3 af 6 skotum sínum í leiknum.

Jón Arnór var með flesta stolna bolta á vellinum en hann var þarna að spila á móti sínu gamla félagi CAI Zaragoza.

Tveir sigrar í tveimur leikjum í Evrópu

Bojan Dubljevic, miðherji Valencia Basket, var illviðráðanlegur í kvöld en hann skoraði 24 stig á 22 mínútum í leiknum.

Valencia Basket hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Eurocup en Jón Arnór var með 10 stig í fyrsta leiknum. Valencia er í sex liða riðli en fjögur efstu liðin komast í 32 liða úrslit sem fara fram í byrjun næsta árs.

Valencia Basket hefur nú unnið fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu og það stefnir í mjög spennandi og skemmtilegt tímabil hjá Jóni Arnóri og félögum.

Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum. Eftir um eina og hálfa mínútu má sjá Jón Arnór stela boltanum og skora.

Resumen: J2 Eurocup 15-16 VBC-CAI

Valencia Basket 87 - CAI Zaragoza 68RESUMEN // RESUM // RECAP

Posted by Valencia Basket Club on Tuesday, October 20, 2015

Tengdar fréttir

Talar sjaldan við Óla Stef

„Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja,“ segir Jón Arnór Stefánsson.

Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM

Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×