Montoya með Porsche í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2015 13:52 Montoya mættur hjá Porsche liðinu í þolakstri. Autosport Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn Juan Pablo Montoya ætlar að taka þátt í Le Mans þolakstrinum á næsta ári og keppa þar á Porsche bíl. Montoya er ekki einhamur maður og hann að baki sigra í Formúlu 1 og Indinapolis 500 keppnum og hyggst nú reyna við Le Mans titil að auki. Ef honum tekst það verður hann fyrsti ökumaðurinn síðan 1972 sem unnið hefur “The Triple Crown of Motorsport” en þann heiður hlýtur sá ökumaður sem unnið hefur Formúlu 1 í Mónakó, Indianapolis 500 keppnina og Le Mans þolaksturinn. Svo virðist sem Porsche ætli að hjálpa honum við það á næsta ári. Porsche vann einmitt keppnina í ár og er sigurstranglegasti bílasmiðurinn í næstu keppni. Porsche hefur verið afar sigursæll framleiðandi í þolakstuskeppnum ársins og unnið flestar þær keppnir sem tekið Porsche bílar hafa tekið þátt í. Montoya mun taka þátt í sínum fyrsta þolakstri fyrir Porsche í Bahrain þann 22. nóvember.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira