Segir lekann koma frá Landspítala Snærós Sindradóttir skrifar 22. október 2015 09:00 Hjónin nýttu sér fósturskimun og fæðingarhjálp á Kvennadeild Landspítalans. vísir/vilhelm „Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Við fengum upphringingu frá Landspítalanum. Þetta kom bara í símtali og það liggur fyrir í dagbókarfærslu í okkar innri kerfum,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnastjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi LSHÍ gær greindi Fréttablaðið frá því að Útlendingastofnun hefði óskað eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnamskra hjóna sem stofnunin grunar um málamyndahjúskap. Í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stendur: „Upplýsingar hafa borist frá Landspítala um að X væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn.“ Samkvæmt 13. gr. útlendingalaga ber Útlendingastofnun að kanna hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef annar einstaklingur í hjúskap er 24 ára eða yngri. Útlendingastofnun hefur ekki vald til að rannsaka mál á sama hátt og lögregla og hefur ekki aðgang að sjúkraskýrslum fólks. „Við höfum ekki ríkar rannsóknarheimildir,“ segir Skúli. „Það eru ákveðnir póstar sem við skoðum þegar við förum yfir málin hvort um einhvers konar nauðungarhjónaband eða mansal geti verið að ræða. Það skal tekið fram að það er ekki búið að taka neina ákvörðun í málinu, það heitir bara góð stjórnsýsla þegar mál eru rannsökuð.“ Útlendingastofnun hafi ekki sjálf kallað eftir upplýsingum um fólkið frá Landspítalanum. „Þessar upplýsingar bárust okkur í símtali. Við getum ekki svarað fyrir það hvaða heimildir aðrir hafa til að veita okkur upplýsingar en um leið og þessar upplýsingar koma til okkar höfum við skyldu til að bregðast við þeim,“ segir Skúli. „Aftur á móti var þetta símtal í sjálfu sér aukaatriði að því leyti að við fórum í þessa athugun á þeim grundvelli að um væri að ræða svona ungan einstakling. Það er mjög umdeild regla. En við förum bara eftir lögunum eins og þau standa, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ Landspítalanum er óheimilt að veita Útlendingastofnun upplýsingar sem þessar um sjúklinga. Þjónusta spítalans við konuna var í tengslum við meðgöngu hennar og fæðingu dóttur í september 2014. Ekki hefur komið í ljós hver innan spítalans lét Útlendingastofnun lýsingu á hjónunum í té. „Málið er í skoðun innan spítalans og það er litið alvarlegum augum ef rétt reynist,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans.Málamyndahjónabönd vopn í mansaliErlendar rannsóknir frá Europol og Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna benda til þess að málamynda- eða nauðungarhjónabönd séu aðferð notuð við mansal. Í viðtölum reynir Útlendingastofnun að lesa í líðan fólks og samræmi í framburði hjóna. „Við erum eingöngu að sinna okkar rannsóknarskyldu og okkar lagalegu skyldu um að kanna málið til hlítar og kalla til lögreglu ef aðstæður eru þannig að við teljum að verið sé að brjóta réttindi á fólki,“ segir Skúli Á. Sigurðsson, verkefnisstjóri hælismála hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira