Keppnin fer svona fram:
Kökunum skal skilað inn eigi síðar en 10. nóvember 2015 næstkomandi á milli kl. 8 og 16 á skrifstofu KORNAX að Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík.
Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Senda skal um það bil 15 smákökur í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka merktum með dulnefni. Miða skal við að smákökurnar séu ekki mikið stærri en 5 cm í þvermál. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal fylgja með í lokuðu umslagi. Hver þátttakandi má einungis senda eina kökutegund.

2. verðlaun. Jólahlaðborð fyrir tvo á Argentínu steikhús að andvirði 19.900 krónur, 20.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Siríusi.
3. verðlaun. 10.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Siríusi.
Dómarar í keppninni í ár eru Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Stefán Gaukur Rafnsson bakari hjá KORNAX, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Siríusi.
Verðlaunauppskriftin mun birtast í jólablaði Fréttablaðsins sem kemur út í lok nóvember.
Nánari upplýsingar má finna á www.lifland.is