Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2015 11:24 Í stefndi að friðun hafnargarðsins kostaði milljarða-skaðabótamál á hendur ríkinu. En, sennilega sleppur það því bréfið barst of seint. visir/gva Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur. Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Friðlýsing forsætisráðherra á gamla hafnargarðinn við Austurbakka í Reykjavík barst of seint og því hefur hún ekkert lagalegt gildi. Þetta segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Lögmaður framkvæmdaraðila tekur undir þetta mat og gerir ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á svæðinu í næstu viku.Deigur krókur á móti bragðiFrá því var greint í gærkvöldi að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi friðað í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 í Reykjavík. Frá því hefur jafnframt verið greint að komi til friðunar muni lóðahafar höfða skaðabótamál á hendur ríkinu sem nemur 2,2 milljörðum króna.Í gærkvöldi bárust þær fréttir óvænt að Sigrún Magnúsdóttir væri settur forsætisráðherra og hún væri búin að friða hafnargarðinn.visir/stefánFriðun hafnargarðsins hefur verið sérstakt áhugamál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og taldi borgarlögmaður hann vanhæfan til að fjalla um málið. Sem krókur á móti bragði var Sigrún skipuð forsætisráðherra, en sú ráðstöfun virðist ekki ætla að duga, ef marka má orð borgarstjóra.Ráðuneytið einfaldlega of seint á ferð með bréfið„Þegar kom í ljós að þessi hafnargarður var ekki meira en hundrað ára heldur yngri, frá 1928, þá lagði minjastofnun til skyndifriðun og þá hefur viðkomandi ráðherra sex vikur til að segja af eða á. Og sá tími leið án þess að ráðherra tæki afstöðu til þess. Daginn eftir barst hins vegar bréf um að ráðuneytið hefði viljað friða garðinn en það var einfaldlega of seint,“ sagði Dagur í samtali við Höskuld Kára Schram fréttamann nú í morgun.Dagur segir að bréfið hafi borist of seint og það hafi þannig ekkert gildi.visir/arnþórÞannig að þessi yfirlýsing hefur ekkert gildi? „Okkur sýnist það svona í fljótu bragi, já,“ segir borgarstjóri.Friðunin markleysa að mati lögmannsHöskuldur ræddi jafnframt við Óskar Sigurðsson sem er lögmaður framkvæmdaaðila á svæðinu: Landsstólpar-þróunarfélag og innti þá eftir afstöðu nú þegar fyrir lægi að ráðherra vildi friða garðinn. „Afstaða minna umbjóðenda er sú að þessi ákvörðun kom á óvart. Og jafnframt liggur fyrir að þessi ákvörðun er ekki tekin í samræmi við fyrirmæli laga um menningarminjar, ekki innan þess frests er samkvæmt lögunum. Fresturinn er runninn út og ákvörðun sem ráðherra hefur tekið er í sjálfu sér markleysa.“Hinn umdeildi hafnargarður. Nú stefnir í að vilji Framsóknarmanna til að friða garðinn muni ekki ná fram að ganga.visir/gvaTjón hleypur þegar á hundruðum milljóna Óskar segist gera ráð fyrir að framkvæmdir haldi áfram næstu viku. Nú þegar hefur orðið verulegt tjón vegna tafa og hefur verið gerð grein fyrir því tjóni í bréfum til ráðuneytisins. „Tjónið er þegar orðið mjög mikið. Og lögin gera hreinlega ráð fyrir því að svona tjón skuli bætt og ef ekki næst samkomulag um bætur fer það eftir reglum um eignarnámsbætur. Og því verður væntanlega fylgt eftir.“ Lögmaðurinn segir að um verulegar fjárhæðir sé að ræða, sem hleypur á hundruðum milljóna og ef friðunin eigi að standa þá hlaupi skaðabótakrafa á mörgum milljörðum. Hann segir að komi til þess sé það ákvörðun ráðherra og ríkissjóður þannig skaðabótaskyldur.
Tengdar fréttir Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00 Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10 Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ráðherra víki í friðlýsingardeilu "Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. 20. október 2015 07:00
Spyr Sigmund Davíð hvort hann hafi komið að skyndifriðun hafnargarðsins Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um framkvæmd laga um verndarsvæði í byggð. 16. september 2015 14:10
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Minjastofnun vill að hafnargarður verði friðlýstur Minjastofnun Íslands hefur lagt til við forsætisráðherra að hafnargarður á lóðinni Austurbakki 2 í Reykjavík verði friðlýstur. 25. september 2015 12:41