Malmö vann góðan sigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í kattspyrnu í dag en leikurinn fór 1-0 fyrir gestunum.
Ögmundur Kristinsson var í markinu hjá Hammarby og Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir liðið. Kári Árnason var ekki í leikmannahóp Malmö.
Sundsvall vann Helsingborg, 2-1, en leikurinn fór fram á Norrporten Arena, heimavelli Sundsvall.
Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Rúnar Má Sigurjónssyni og Sundsvall komið 1-0 yfir. Jere Uronen jafnaði fyrir Helsingborg.
Rúnar Már var aftur á ferðinni á lokamínútu leiksins þegar hann lagði upp sigurmarkið fyrir Shpetim Hasani. Arnór Smárason lék allan leikinn fyrir Helsingborg.
