Peugeot-Citroën ætlar að gefa upp raunverulegar eyðslutölur Finnur Thorlacius skrifar 26. október 2015 12:53 Óháðir aðilar mun frá næsta vori mæla bíla PSA/Peugeot-Citroën. Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent
Franski bílasmiðurinn PSA/Peugeot-Citroën ætlar frá og með næsta vori að gefa upp eyðslu- og mengunartölur bíla sinna prófaða af óháðum aðila, en ekki þeim sjálfum. Með því vill fyrirtækið vinna sér inn traust kaupenda sem minnkað hefur í garð flestra bílaframleiðenda. Eyðslu- og mengunartölur þeirra stemma í raunveruleikanum engan veginn við uppgefnar tölur, ekki bara hjá Volkswagen. PSA áréttaði í leiðinni að fyrirtækið hafi aldrei sett svindlbúnað í bíla sína til að ljúga til um eyðslu eða mengun. PSA sagði einnig að fyrirtækið hafi verið leiðandi í því að minnka mengun dísilbíla, en PSA setti sótsíur í dísilbíla sína 11 árum áður en Evrópusambandið fór fram á það og að allir dísilbílar þess séu með eins fullkominn mengunarvarnarbúnað og kostur er. Mikið er undir hvað díslbíla varðar hjá PSA þar sem 65% allra seldra bíla fyrirtækisins eru knúnir dísilvélum. Sambærileg tala í fyrra var 67% og hafa því bensíndrifnir bílar aðeins unnið á á milli ára. Engu að síður er nánast með ólíkindum að tveir þriðju bílaframleiðslu PSA séu dísilbílar og það í landi þar sem stjórnvöld hafa uppi áætlanir um að útrýma dísilbílum á vegum landsins.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent